Ég þarf ekki að trúa á hið góða í manninum. Ég veit alveg að maðurinn er félagsvera sem leitar í samvinnu við aðra einstaklinga, þó auðvitað séu undantekningartilvik eins og geðveiki, sálrænir erfiðleikar, nauðungaraðstaða, hópamyndun o.fl. Ég þarf ekki að trúa á sjálfan mig, ég veit að ég er til. ég þarf ekki að trúa á hamingju, ást og ljós. Tilgangur hamingju og ástarinnar er greinilegur og við vitum að hann er raunverulegur. Ef eitthvað þá ættum við að stefna að því að hámarka þá...