Stærsti hluti trúarleysingja virðist vera hart á móti kristni.
Ég er sjálf ekki kristin og mér persónulega finnst kristin trú afar umdreilanleg.
Það er alveg rétt að þetta er heilaþvottur og að þessu sé þvingað upp á börn.

Ekki bara kristni, ég man ekki hvaða trú það var en góður vinur minn sagði mér frá því að í henni er konum refsað vegna synda sinna með því að þær eru hengdar upp á geirvörtunum og grænir púkar pynta þær.

Sure, trú getur verið sick.
En er ekki ágætt að trúa á að það sé virkilega eitthvað í þessum heimi sem er gott?
Þó ekki sé nema bara hamingja, ást, ljósið…
bara allt þetta góða innra með manni.
Mjög margir segjast líka bara trúa á sjálfan sig, sem er mjög gott en aðrir eru alnir upp við það að það séu æðri máttarvöld og sumir treysta sér ekki í að leggja allt traust og allar sínar byrgðir á sjálfan sig.

Ég hef heyrt í mjög mörgum trúarleysingjum drulla yfir trúarbrögð - aðallega kristni en líka önnur.
Má fólk sem actually trúir á þetta, ekki fá að iðka sín trúarbrögð í friði án þess að verða fyrir aðkasti?

Sá sem segir sig trúarleysingja og drullar yfir aðra - “Guð er ekki til, til hvers ertu að tala við ímyndunina sem er alveg skítsama um þig?” blablabla…
Sá hefur ekki þann þroska sem þarf til að umbera aðra og taka tillit til þess að við erum ekki öll á sama róli.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar, misjöfn er mannsævin.

I rest my case n_n