að við viljum ekki þetta stjórnarfyrirkomulag?
að við viljum ekki þetta viðskiptafyrirkomulag?
að við viljum ekki þurfa að puða meirihluta dagsins meirihluta ævinnar til að moka gulli undir rassana á feitum forstjórum, til þess eins að viðhalda valdastrúktúr sem við vitum að við viljum ekki?
að við viljum ekki að stór hluti heimsins svelti á meðan það er til nægur matur til að metta alla?
að við viljum ekki spila í tapleik kapítalismans, sem byggist á því að stór hluti heimsins hafi varla í sig og á?
að við viljum ekki hlaupa alla okkar ævi á eftir gulrótum sem okkur langar raunverulega ekkert í?

Það breytir engu að koma stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn, á sama hátt og það skiptir engu máli hvort sófinn sé í stíl við gardínurnar á meðan stofan er brennandi.
Það er löngu orðið ljóst að þetta kerfi er ekki að virka, er það ekki akkúrat á svona tímum sem breytingar í mannkynssögunni eiga sér stað?
Hvar verður þú í byltingunni?