Nú langar mig að spyrja eftir deilur við vin minn í gærkvöldi hvort sala á happaþrennum og slíkum skafmiðum til einstaklinga undir 18 ára sé leyfileg.

Mín rök eru nú eiginlega að þetta eru fjárhættuspil og ég t.d. vinn í Hagkaup og þar er okkur ekki leyft að úthluta vinningum til einstaklinga undir 18 ára.

Hans rök voru hinsvegar sú að (nú vitna ég aftur í Hagkaup) að okkur er leyft að selja lottómiða í Hagkaup.

Nú langar mig að fá þetta á hreint.

Bætt við 24. júní 2009 - 20:27
Afsakið ef þetta er ekki rétt áhugamál. Hangi mest á /tonlist og /taekni svo ég kann lítið á allt hitt.