Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

thew
thew Notandi frá fornöld 2 stig

: Landsbyggðin

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæri malkaw, er loftið eitthvað skrítið á Akureyri ? Hvenær í andskotanum hef ég sagt að landsbyggðarfólk fái alla peningana mína ? Aldrei. Þú vælir hér á öðrum þráðum að um þig sé logið. Hvernig væri að sýna betra fordæmi sjálfur. Ég hef reynt að benda á að það borgar sig ekki alltaf að nýta þá fjárfestingu sem búið er að leggja út í. Það borgar sig ekki í þeim tilfellum þar sem kostnaður við rekstur hennar er of mikill. Tapið er meira heldur en ef við myndum afskrifa hana. Þetta virðist þú...

Hryðjuverkamaðurinn Sharon

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Af mbl.is: Ísraelskir hermenn skjóta palestínskan unglingspilt til bana Ísraelskir hermenn skutu palestínskan unglingspilt til bana nærri landnámi gyðinga á Gaza-svæðinu í morgun. Bilal Ramadan, 14 ára, var skotinn í brjóstið nærri Netzarim, suður af Gaza-borg, en hann var á leiðinni heim úr skólanum. Vitni og palestínskir öryggisfulltrúar segja að engin átök hafi verið í gangi þegar drengurinn var skotinn. Nú hafa 402 fallið í átökum Ísraela og Palestínumanna frá því að uppreisn...

skítkast

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er afskaplega ómerkilegt hjá þér fairy. Matti

Landsbyggðin

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvar og hvenær væli ég ? Ofsalega eigið þið erfitt með að ræða við fólk sem er ósammála ykkur. Matti

Pétur Blöndal

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvað er matnaðarleysi ? Ég held að það verði að taka tillit til þess að á umræðuvettvangi sem þessum er ritstíll frjálslegur. Auðvitað er það til fyrirmyndar þegar fólk vandar sig og að sama skapi er þreytandi að lesa texta sem er vaðandi í villum. En það er ekkert að því þó einhverjar innsláttarvillur séu í textanum. Það hefur lengi háð umræðu á Íslandi hve mikla áherslu sumir leggja á að hlutirnir séu sagðir rétt. Að mínu mati skiptir meira máli að þeir séu hugsaðir rétt :) Matti

Hryðjuverkamaðurinn Sharon

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ertu ekki eitthvað að snúa hlutunum við? Yfirleitt er talað um að Palestínumenn séu skotnir, en Ísraelsmenn myrtir. Nema við séum ekki að fylgjast með sömu fjölmiðlur. Matti

Landsbyggðin

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Fólk eins og ég nenni stundum að horfa hlutlaust á málin. Fólk eins og ég stunda ekki þessa endalausu landsbyggðarrómantík, sem byggist á því að halda fólki fjötruðu við byggðir sem urðu til því staðir voru nálægt miðum. Fólk eins og ég fæ hroll þegar fólk heldur því fram að landsbyggðin sé að halda höfuðborginni uppi. Fólk eins og ég hefur einhvern grundvallarskilning á hagfræði. Fólk eins og ég þoli ekki þetta helvítis væl. Matti

Re: Þræðir

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er nú eiginlega meira MFC/Windows spurning en þráða spurning :) <p> Skil ég þig rétt, er vinnuþráðurinn að blokka á DoModal() en DoModal() framkvæmist ekki ef það kemur upp villa í aðalþræðinum. <p> Þetta hljómar eins og það komi engin Windows message í gegnum aðalþráðinn. Þ.e. það er bara ein windows pumpa í gangi í forritinu þínu og aðalþráðurinn blokkar hana. <p> Hvernig smíðar þú þráðinn ? Ef þú notar CWinThread í MFC fær þráðurinn sína eigin pumpu. Annars er ég eflaust ekkert að...

Landsbyggðin

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Íslenskir skattgreiðendur hafa borgað með Lambakjötinu sem flutt hefur verið til útlanda. Matti

Landsbyggðin

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Helvítis endalaust væl er þetta í þér. Það fer ógrynni fjár í Byggðarstefnu á Íslandi. Að kalla það “ekkert” lýsir ágætlega heimtufrekju fólks. ÚA er einmitt á Akureyri, þéttbýlisstað úti á landi. Eigum við ekki að vinna að því að styrkja Akureyri frekar, svo þar verði til stór og öflugur kjarni svo “flóttinn” fari í frekara falli þangað ? Krafa sumra um að ausa fé til að viðhalda öllum krummaskuðum landsins eru ekkert annað en óraunsæ draumsýn fólks sem getur hvorki né vill horfast í augu...

Kynlíf 14 ára

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það að einhver lög séu vond leiðir ekki af sér að öll lög séu vond. Ég er ekki anarkisti. Eða svo ég noti þína aðferð á þig, af hverju bönnum við þá ekki bara ALLT ? Matti

tekjur

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já, þetta eru skattgreiðslur og ég andmæli því ekkert að laun okkar eru há, en við erum langt því frá að vera stórefnafólk. Það gleymist nefnilega alltaf í umræðunni um hækkun skatta á hátekjufólk, að það lendir yfirleitt verst á þeim sem eru að hefja sinn búskap. Komin úr námi, með háar tekjur og mikil útgjöld. Það er dýrt að vera tekjulaus í 4-5 ár. Svo máttu ekki gleyma því að jaðaráhrif svona tekna eru líka töluverð. Bætur falla niður hjá mér, en ekki vinum þínum! Þegar fólk er orðið...

heimskulegt

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ef þú hefur ekki tekið eftir því ennþá, þá snýst öryrkjamálið ekki um þá sem minnst mega sín. Auk þess voru skrif mín svar við spurningunni hvort það væri sanngjarnt að fólk tapaði á því að giftast öryrkja ! Hjón með tekjur yfir 250.000 á mánuði hafa væntanlega efni á að kaupa lyf og mat, sérstaklega þar sem ríkið styrkir fólk sem þarf að eyða miklum peningum í lyf. Það borga fleiri en auðmenn skatta, ég og konan mín borgum t.d. að jafnaði rétt tæpar 250.000 krónur í skatta á mánuði. Samt...

Öryrkjamálið dýpra en þig grunar

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
En svo kemur fjórði bróðirinn til sögunnar. Hann tekur sig til og giftist breskri konu af gyðingaættum. Kona þessi á eignir upp á nokkra milljarða og fjórði bróðirinn og hún dunda sér við að stunda veislur hjá fína fólkinu. Er það sanngjarnt gagnvart hinum bræðrunum ? :) Það er sífellt verið að “refsa fólki fjárhagslega”. Ég sé ekki að það sé nokkurn tíman sanngjarnt, en yfirleitt er það nauðsyn, þó það sé ekki nema til að standa undir fjáraustri ríkisins. Matti

Kynlíf 14 ára

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Langar þig eitthvað að tjá þig ? Matti

Re: Séð og heyrt væðing forsetans?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hestaferðin var í boði DV, því er varla undarlegt að þeir velti sér upp úr fréttinni. Ef forsetinn hefði viljað frið, hefði hann ekki átt að þiggja boðið! Matti

...og hann heldur áfram að prumpa.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú hefur ekki svarað stærstu athugasemdunum. Auk þess er hagfræðileg athugasemd þín, þar sem þú leggur áherslu á að versla ekki við aðra ef maður getur reddað sér sjálfur alröng…kolvitlaus. Sjáðu til, Íslenskir bændur eru í samkeppni við sólina! Við reynum hér að framleiða landbúnaðarafurðir við aðstæður sem ekki eru hagstæðar. Vissulega getum við framleitt gæðavöru, en hún er of dýr. Ef við tækjum nú eitthvað af þessu óhagkvæma vinnuafli og létum það starfa við eitthvað sem skapaði...

...og hann heldur áfram að prumpa.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
þú hefur á engan hátt hrakið mótrökin. Þú hefur einungins endurtekið sömu fullyrðingarnar aftur og aftur. Auk þess sýnist mér þekking þín á Hagfræði alveg mega við því að aukast. Matti

að læra forritun

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er að verða hálfgert þema á þessum vettvangi :) <P> Ertu búinn að lesa fyrri bréf um þetta sama efni ? <p> Ef ekki, lestu svörin við þeim og póstaðu svo nánari spurninu, ég og sennilega margir aðrir erum tilbúnir að svara þeim.<p> Matti<BR

feministar og kvenréttinda barátta !!!

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvað er hlutfall kynjanna þegar við skoðum vinnuslys ? 10 karlar á móti 1 konu, eða eitthvað svoleiðis. Getum við þá kannski ályktað að karlar vinna erfiðari og hættulegri störf en konur ? Vissulega eru mörk “kvennastörf” mjög krefjandi og ég treysti mér ekki til að sinna sumum hverjum. En það þarf enginn að ljúga því að mér að það sé jafn erfitt að vera fóstra og byggingaverkamaður. A.m.k. finnst mér mun skemmtilegra og einfaldara að sinna börnunum mínum heldur en að ditta að heimilinu !! Matti

Davíð á skjánum

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvað með 31 desember síðastliðinn ? Matti

Umdeilt bréf...

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
hmm. takk fyrir leiðréttinguna. Reyndar var búið að leiðrétta þetta 3 dögum áður en sumir eru seinni til en aðrir! Matti

áfengið

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú hefur engin rök fyrir því að þetta muni auðvelda aðgang ungs fólks að áfengi. Engin. Staðreyndin er þessi. Hvaða 13 ára unglingur sem er getur reddað sér áfengi á Íslandi í dag. Miklar líkur eru á að þessi 13 ára unglingur kaupi sér landa, sem oft er gruggugur viðbjóður, ekki beint framleiddur undir miklu heilbrigðiseftirliti. Miklar líkur eru á að sá sem getur selt þessum unglingi landa geti líka selt honum önnur efni, eða a.m.k. komið honum í samband. Sagan sýnir okkur að hertar reglur...

Kynlíf 14 ára

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ein góð ástæða fyrir því að lækka áfengisaldur í 18 ár er að þá fáum við lög sem fólk virðir. Næstum því enginn sem ég þekki er mótfallinn því að 18 ára krakkar fái sér í glas, enda hafa þeir allir verið 18 ára og fengið sér í glas ! Með því að hafa lög sem banna það, eykur þú virðingarleysi gagnvart lögum. Ef lögin stangast á við það sem öllum finnst rétt eru miklar líkur á að lögin séu röng! Varðandi algengustu gagnrökin, að áfengisaldur færist neðar, ætla ég að svara því með almennri...

Re: Skattar

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Laun eru ekki alltaf greidd á sama stað og vinnan er unnin. Vandamálið hlýtur að liggja á mörkum svæðanna. Ef við skiptum landinu upp í svæði lendum við óhjákvæmilega með staði þar sem stutt er á milli, en munur á skattaálögum. Það segir sig sjálft að staðurinn þar sem skattar eru hærri mun tapa á því. Auk þess er nú búið að benda á að útsvar er mishátt eftir Sveitarfélögum. Er það ekki nóg ? Matti
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok