Ég fylgdist með öryrkjamálinu til að byrja með en gafst svo upp því þetta er komið út í algert bull. En hvað um það.

Nú er það svo að flestir líta á fjölskylduna sem grunn einingu í þjóðfélagin en það virðist vera þannig að öll lög og reglur séu á móti fjölskyldunni. Þetta á þó sérstaklega við um öryrkja. Það virðist nefnilega vera þannig að um leið og þú gengur í hjónaband þá missir þú réttindi þín sem einstaklingur og átt nú sameiginleg réttindi með maka þínum. Það vill svo bara þannig til að oftast eru þau réttindi mun lakari en réttindi einstaklingsins sem ekki getur talið mjög fjölskyldu vænt. Því ristir öryrkjamálið mun dýpra en margir halda því töpuð einstaklingsréttindi eru út um allt í kerfinu.

Ég tel að til þess að varðveita fjölskylduna verður þú að halda þinum einstaklings réttindum þegar þú giftir þig því annars verður vonlaust að halda því fram að fjölskyldan sé grunneining þjóðfélagsins. Stjórnarskráin segir jú að þú sért jafn samkvæmt lögum óháð hjúskaparstöðu.

Snúum okkur nú að öryrkjamálum og tökum nú smá dæmi.
Tvíburar bræður eru báðir giftir. Annar er giftur öryrkja en hinn heilbrygðri konu. Þeir vinna sömu vinnu og hafa sömu laun. Nú getur öryrkinn ekki unnið vegna fötlunar sinnar og þarf því eiginmaður hennar að sjá fyrir henni fjárhagslega því hún missti þau einstaklings réttindi að geta séð fyrir sér sjálf fjárhagslega þegar hún giftist honum. Það er ljóst að hin hjónin mun hafa það fjárhagslega betra að öllu jöfnu en öryrkja hjónin því konan getur unnið. Er þetta sangjarnt gagnvart tvíburanum sem giftist öryrkjanum? Á að refsa honum fjárhagslega fyrir að velja ekki rétta konu? Á öryrkinn að missa einstaklíngs rétt sinn við að giftast? Er ekki líklegt að tvíburinn hafi hugsað sig tvisvar um áður en hann giftist öryrkjanum því lögin líta greinilega á öryrkjan sem BAGGA sem hann má eiga ef hann giftist honum? Er það sangjarnt gagnvart öryrkjanum að vera baggi á maka sinn og þannig í B-Flokki sem makaval.

Ég held reyndar að ástæðan fyrir að ég gafst upp á að fylgjast með þessu máli sé sú að hún snérist ekki um stjórnmála skoðanir og pælingar um hvað væri sangjarnt heldur frekar um skítkast milli stjórnmála flokka og svo tók öryrkjabandalagið einnig virkan þátt. Furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti einstaklings réttindum og vilja jöfnuð en vistriflokkarnir séu á móti jöfnuði. Eru menn orðnir áttaviltir?