Jæja, kominn tími til að skoða hversu vel gengur að fá hjálp á Huga.<br>
Málið er sennilega mjög einfalt og sennilega bara meinloka hjá mér, en ég næ ekki að krafla mig fram úr því.<br>
Ég er að forrita í c++, fyrsta alvöru verkefnið, MFC, Stingray, rouguewave, allur pakkinn.<p> Meðan ég er að loka forritinu (sem er nokkur frágangur) þarf ég að birta dialogbox, bara með textaskilaboðum. Áður en ég kalla á fall sem lokar forritinu bý ég til nýjan þráð sem opnar dialog-ið. Meðan lokun tekst er þetta ekkert mál, en ef villa kemur upp í lokunarfallinu (sem er ekki í þræðinum) kemst ég ekki út úr DoModal() á dialog-inu.<br>
hvernig get ég brotist út úr DoModal() eða slökkt á þræðinum í kóða, t.d. í catch klausu?<br>
Allar tillögur vel þegnar, best að taka tímann sem tekur að fá gott svar, ég held að það mætti vel nota Huga betur að þessu leiti, allavega kíki ég inn oft á dag og myndi hiklaust svara fyrirspurn hér inni ef ég gæti.<br>

Klukkan er núna 10:30, ég veðja 10 kr að svar verður komið áður en ég er búinn í hádegismat :)<br>
Massi<br>
P.S. Ég er ekki að reyna að komast undan heimaverkefni…<BR