Ég hugsaði lengi með mér afhverju Ísland væri ekki ríkara en við erum. Ég meina við erum ekki með neinn her! Samt er vesen með sjúklinga, við getum ekki borgað kennurum. Við borgum 40% skatt og fáum ekki neitt í staðinn. Loksins fattaði ég þetta, helv… bændurnir og smáþorp útá landi. Ríkið er að halda smáþorpum á floti útá landi og borgar hundruði milljóna bara til þess og þess í stað blæðir Höfuðborgin og við getum ekki lagt greyið afa inná sjúkrahús.

Afhverju er ekki hægt að láta þessi þorp borga fyrir sjálft sig eða leysa þau upp, það hlítur að vera ástæða afhverju Reykjavík getur borgað fyrir sjálfan sig og ríkið er að halda uppi smáþorpum. Ef þorpin fara á hausinn er ástæða þar fyrir. Látum þróunina ekki stoppa!