fréttamaður á mbl.is
Bílstjórar segjast ekki ætla á fund fjármálaráðherra en halda sínu striki

Sturla Jónsson, atvinnuvörubílstjóri, segir hóp atvinnubílstjóra ætla að halda sínu striki og mótmæla gjaldi á díselolíu með því að trufla umferð á háannatíma á tveimur stórum samgönguæðum til og frá höfuðborginni í dag eða á morgun. Sturla vill ekki gefa upp hvar eða hvenær það verður gert.

Sturla segir að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hafi boðað sig á fund í dag til að ræða málið, en Sturla segist ekki ætla að mæta á fundinn. Ekki náðist tal af fjármálaráðherra nú fyrir hádegið.
—-

Þetta finnst mér nú hámark heimskunnar, að mæta ekki á fund hjá manninum sem líklegastur er til að geta gert eitthvað í málinu.

Eru þeir bara að þessu til að tefja umferðina fyrir verslunarmannahelgina eða vilja þeir einhverjar úrbætur?

Miðað við þessa frétt er það fyrra atriðið sem er takmarkið.

Þetta kemur mér reyndar ekkert svo á óvart þar sem mín reynsla er að atvinnubílstjórar eru þeir tillitslausustu og verstu í umferðinni.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: