Ég er nú svosem enginn sérfræðingur, en hef spilað á gítar í 18 ár (kræst hvað maður er að verða gamall!). En eins og annar sagði, þá verðurðu að finna ‘þína’ strengi. Yfirleitt nota ég Ernie Ball Slinkies, eða D'Addario, misjafnt eftir því hvaða gítar það er. Yfirleitt D'Addario þegar ég nota Tremolo (sveif ku það heita á íslensku), annars Ernie Ball. Ég nota 010 ef ég nota slide, annars oftast 009. Svo á ég til að nota 008 ef það er ekki Tremolo, eins og t.d. á Gibson SG. Ernie Ball...