Læra föllin, vinur. Hvort um hvort frá hvoru til hvors. Hún um hana frá henni til hennar. Hann um hann frá honum til hans. Hann giftist henni, ekki hún eða hana. Hún giftist honum, ekki hann eða hans. Hann bað hennar eða hún bað hans. Ef þau gerðu það bæði, þá báðu þau hvors annars. Þau kyssa hvort annað. Þau giftast hvoru öðru. Þau gáfu hvoru öðru gjöf, svo þau fengu gjöf hvort frá öðru.