Dópistar, Handrukkarar og Ríkisvaldið Það er eitt sem mér finnst alltaf gleymast í þessari umræðu um fíkniefni, fíkniefnasala og handrukkara. Það er eins og að enginn sem les þessar greinar eða skoðar nafnalistann á netinu eða lesa sögu mannsins sem skrifaði hann spyrji sig eina einfalda spurningu…

Hvers vegna??

Hvers vegna er þetta svona. Það eru menn út í bæ að selja dóp fyrir himinháar upphæðir. Þeir þurfa ekki að borga neinn skatt og svífast einskis. Þeir geta selt börnum dóp ef þeir vilja fyrir eins mikinn pening og þeim dettur í hug.

Þegar viðkomandi “dópisti” á ekki pening fyrir efninu sem hann kemst ekki lengur í gengum daginn án þess að fá, þá er ekkert mál að fá smá lán. Ef hann borgar ekki þá kemur bara maður í heimsókn sem tuskar hann aðeins til.

Seinna meir fer dópistinn okkar í smá bíltúr og er stoppaður af lögreglunni, hún finnur dóp í bílnum hans og þá fer allt í háaloft.

Ef maður bara lítur aðeins í kringum sig getur maður séð svo marga hluti sem eru kjánalegir í þessu samfélagi. Eina ástæðan fyrir því að líf þessara einstaklinga fer í ræsið er ekki út af eiturlyfjum, það er vegna þess að fólk kaus þessa leið. Það sama á við um áfengi.

Við vitum alveg að það mun alltaf vera fólk sem vill neyta fíkniefna, drekka áfengi, eða jafnvel kaupa sér drátt. En þegar svona hlutir eru teknir og bannaðir er einungis verið að búa til aðstæður þar sem glæpir þrífast. Ef að fíkniefni yrðu tekinn úr glæpaheiminum og sett inn í hinn löglega og samviskusama veruleika sem við viljum búa við, væri einfalt að fylgjast með notkun og misnotkun einstaklinga. Fólk þyrfti ekki að gerast glæpamenn til þess að skemmta sér smá, það yrði enginn þörf fyrir handrukkara því ríkið lánar ekki og bankarnir berja þig ekki!

Um leið og fólk fer að skilja að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir glæpi, er að koma í veg fyrir að þeir geti átt sér stað. Þá er ég ekki að tala um að banna hluti. Ef sanngjarnar reglur yrðu settar yfir notkun, sölu og dreifinu fíkniefna væri búið að leysa þetta vandamál í eitt skipti fyrir öll. Allir menn eiga rétt á að ráða hvað þeir gera við sjálfa sig(fyrir utan að fá sér strípur, það ætti að vera kolólöglegt) á meðan að það skaðar engan annan!

Ef öll þessi efni væru seld á löglegan hátt, skömmtuð í hæfilegum stærðum og farið eftir ströngu eftirliti við framleiðslu væri hægt að útiloka næstum alla hluti sem samfélaginu í dag finnst óæskilegt við fíkniefni.

Fíkniefna neytendur þyrftu ekki að:
Gerast glæpamenn.
Umgangast glæpamenn.
Vera hræddir við handrukkara.
Vera hræddir við lögreglu.
Vera útskúfaðir úr þjóðfélaginu.
… vera settir á einhvern bjánalegan lista.

Fíkniefnasalar og handrukkarar þyrftu ekki að:
Vera til.

Lögreglan þyrfti ekki að:
Eyða tíma, peningum og mannskap í vitleysu sem skilar engum árangri.

Foreldrar þyrftu ekki að:
Vera jafn hrædd um börn sín.
Þurfa að lenda í handrukkara.

Ég þyrfti ekki að:
Eyða tímanum mínum í að útskýra fyrir fólki eitthvað sem er svona augljóst, en ég verð að gera það vegna þess að ríkistjórn okkar og annarra landa
og samtök á vegum þeirra eru búin að heilaþvo næstum allan heiminn. Næstum allt sem er sagt um fíkniefni í áróðursbæklingum er eintóm þvæla.
(Þetta er alls ekki tæmandi listi!)

Dæmi um hversu bjánalegt þetta allt saman er:
Kannabis var upprunalega löglegt í öllum heiminum, þangað til að Bandaríkin
ákváðu að banna það. Enda var það hentug leið til þess að losa sig við
þennan fjölda af ódýru vinnuafli frá Mexíkó. Kannabis var svo seinna meir
leyft aftur vegna þess að þau lög sem voru notuð til að banna kannabis voru
ólögleg. Kannabis var því leyft og bannað aftur árið 1970(að mig minnir)
en er samt leyft í USA í æ LÆKNISSKINI.
Niðurstaðan er sú að kannabis er er ólöglegt í dag því að Bandaríkjamenn eru rasistar.
(Þetta er alls ekki eina bjánalega dæmið!)

Það er til fjöldinn allur af öðrum dæmum en ég ætla ekki að skrifa meir. Ég er nokkuð viss um að mjög fáir munu taka mark á því sem ég segi. Seinna meir skrifa ég eftirvill grein um það hví ég trúi ekki á guð, en það er bara ég. Það sem öllu máli skiptir er að vonandi fékk ég tvo eða kannski þrjá til þess að skilja að við þurfum ekki eitthvað æðra vald til þess að ákveða hvað við viljum og viljum ekki gera. Við ráðum okkur sjáfl. Allt annað er ekki frelsi.


P.s. Ég verð bara að segja að þessi langþráðí ensdurskoðunar sem núna er hægt að nota þegar maður er að senda inn greinar er alveg æði! Einhver á umsjónarmaður hér á hrós skilið;D
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*