Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

svejka
svejka Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
116 stig

Re: Paul Stanley

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Kiss hafa aldrei staðið fyrir neitt annað en það sem þeir eru. Þeir eru commercial og hafa aldrei leynt því. Það sem er virkilega ógeðslegt er ef hljómsveitir sem þykjast vera rosalegir hugsjónamenn snúast svo þegar fyrirtæki býður þeim einhverja upphæð. Þannig skil ég ekki hvernig er hægt að vera reiður út í kiss fyrir sölumennsku. Svo má líka benda á að Kiss byrja að spila á þeim tíma í sögu Bandaríkjanna þegar peningar eru aftur að taka við af hugsjónum og rokkið gekk út á rokk, ekki...

Re: Dimmu Borgir - Death Cult Armageddon, Review

í Metall fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta hlýtur að vera versta hljómplötunafn síðan diskótímabilið var og hét

Re: Rúsínur og íkornar

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er sammála því að siðferði sé ekki algilt, enda fjallar greinin mín um einstaklingsbundið siðferði sem ég kalla princip hér að ofan. “Ef maður veit hvað siðferðislögmálið er þá er lítið mál að vita hvort maður er að gera rétt samkvæmt því.” Þessari setningu get ég hins vegar ekki verið sammála og er þetta ein aðalástæðan fyrir skrifum greinarinnar. Ég tala um það hvernig siðferði kemur inn í vörukaupum í alþjóðasamfélaginu. Þar get ég ekki vitað hvernig var var framleidd og því ekki vitað...

Re: Rétt eða Rangt??? Það er spurningin...

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Rétt og rangt eru hugtök sem er notuð í fleiri en einni merkingu. Í nefndu tilviki hljóta þau að fara eftir gildismati hvers einstaklings sem veltir spurningunni fyrir sér. Ég er þó ekki á því að hugtökin séu ósanngjörn frekar en önnur enda má deila um merkingu flestra hugtaka þó að ,,universal" skilningur sé gjarnan á þeim upp að vissu marki. Það er yfirleitt, en alls ekki alltaf, sameiginlegur skilningur innan samfélags um flest hugtök þangað til kemur að gráum svæðum og þau ráðast þá...

Re: Amélie (Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég veit nú ekki til þess að þessi mynd hafi fengið litla athygli enda er þetta sennilega ein af 10 vinsælustu evrópsku myndum síðari ára. Hef ekki heyrt jafn mikið um neina eurofilmu nema kannski La vita e bella, sem mér finnst þó hvergi nærri eins góð.

Re: Það sem allir vita, en enginn þorir að segja !

í Bækur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er víst auðvelt að skrifa um samsæri í íslenska viðskiptalífinu, sérstaklega ef þær eru byggðar á ágiskunum og tilfinningu. Það sem skiptir hins vegar máli er það að bækur eru ekki markaðssettar öðruvísi en annað drasl sem við kaupum í kippum við sérstök tilefni eins og jól og páska. Munurinn liggur í því að við eigum einn Halldór K. Laxness og annan Snorra Sturluson sem að gerir okkur að ,,bókmenntaþjóð.“ Þessi titill gerir það að verkum að við erum mun ginkeyptari fyrir herferðum...

Re: Die Hard

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já, Die Hard á vissulega hrós skilið fyrir að vera framúrskarandi mynd. Ég myndi segja besta Lögregluhetjumyndin því að spennumynd spannar of vítt svið. Það væri hægt að segja að framleiðendur slíkra mynda ættu að taka sér Die Hard til fyrir myndar, en það hefur bara sýnt sig að það hefur verið reynt en ekki gengið. Ekki einu sinni síðan hefur verið framleidd jafn góð mynd í sömu kategoríu.

Re: Ófagnaðarfundur

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég myndi halda að maður vildi finna sjálfan sig upp að því marki að maður viti sem mest án þess að uppljóstra öllu. Eins og Lester Burnham segir í American Beauty:,,It's an amazing thing when you realize you're still able to surprize yourself." Maður verður að geta komið sjálfum sér, og öðrum, á óvart. Annars er ljóðið hið ágætasta og um skemmtilegt málefni. Heart of Darkness eftir Joseph Conrad tekur skemmtilega á þessu og mæli ég með henni.

Re: Mýs og menn - John Steinbeck (SPOILER)

í Bækur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já, ég skil vel að þú viljir hana þýdda yfir á íslensku, enda hefur margt farið ofan garð og neðan við ritun þessarar greinar og hlýtur það að stafa af tungumálatengdum misskilningi. Eitt þætti mér skemmtilegt og það væri ef fólk sem skrifar greinar á bækur myndi gera það á þann hátt að greinin væri gagnrýni, ekki útdráttur úr söguþræði. Bókmenntagagnrýni segir frá uppbyggingu,efnistökum bóka. Hún segir frá samfélagslegu samhengi og hugsanlega tilgangi skriftarinnar en hefur útlistanir á...

Re: Metallica er að gefast upp.

í Metall fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Sú skoðun mín að Metallica hafi átt að hætta á tilteknum tíma er sú að þeir fóru að þróast of hægt, ekki af því að þeir þróuðust. Þeir gerðu ekki áberandi tilraunir með tónlist og lögðu ekki grunn að neinu merkilegu eftir þetta tímabil í byrjun 20. áratugarins. Það var ástæðan fyrir því að ég hætti að fylgjast með sveitinni þrátt fyrir að ég hafi ekki skilið það á þeim tíma. Reyna er skrifað með Y og vil ég leiðrétta sjálfan mig frá fyrri pósti.

Re: Metallica er að gefast upp.

í Metall fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Vil meina að ferill Metallicu hefði verið nokkuð flekklaus ef þeir hefðu hætt eftir Black album, hefðu jafnvel mátt gefa út load, en eftir það er allt óáhlustanlegt. Lög eins og Whisky in the jar hafa sett hljómsveitina í raðir með aha og tlc. Peningar fyrst, listin næst. Southparkfrömuðir sýndu nákvæmlega hvert þeir eru komnir í listrænni þróun sinni í þættinum ,,Christian Rock Hard" þar sem Metallicu-menn börðust við hlið Britney Spears, Alanis Morisette og Blink 182 gegn niðurhali á...

Re: Einmanra-hjarta-klúbbssveit Pipars herforingja

í Gullöldin fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Thad er fraleitt ad halda thvi fram ad adeins 2 bitlana hafi droppad syru thegar lagid er skrifad, enda vitum vid ekkert um hvad er satt og hvad osatt i slikum malum. Eg hugsa ad Paul og Ringo hefdu ekkert verid serstaklega ad monta sig af thvi ef their hefdu notad LSD og thar sem ad their myndudu heilbrigda og goda hluta hljomsveitarinnar tha gætu their alveg eins hafa sagt slikt mannordsverndar. Eg veit ekki betur en ad Paul hafi lent i fangelsi i Japan fyrir ad vera med fullt af grasi i...

Re: Tilgangur Tilgangs?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ekki án þess að skilgreina tilgang sem eitthvað annað en markmið atferlis eða aðgerða.

Re: Tilgangur Tilgangs?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég get ekki séð hvernig hægt er að lesa þessa grein án þess að skynja hroka og það er ansi erfitt að taka mark á svari þínu til Miðgarðs þar sem þú endar greinina á því að segja að flestir eða allir séu hálfvitar sem skrifa hérna á Huga. Það fyrsta sem er vitlaust í grein þinni er fyrsta málsgreinin: ,,Tilgangur tilgangs er auðvitað fyrir okkur að finna merkingu í líf vorra.“ Í fyrsta lagi er setningin málfræðilega vitlaus en við látum það liggja á milli hluta. Þetta er ansi hörð fullyrðing...

Re: Sigur Rós van....

í Rokk fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Afrekið er að mestu leiti það að Sigur Rós tókst að koma pólitísku myndbandi í fyrsta sæti. Þú þarft að vera ansi vinsæll til að geta það. Myndbandið er frábært, eins og flest þeirra myndbönd og það þarf enginn að segja mér að þeir hafi ekki hönd í bagga þegar þeir eru að gera sín vídjó. Það væri þá allavega rosaleg tilviljun að öll þeirra myndbönd eru mjög póltísk, sama hver leikstýrir.

Re: Bestu söngvarar gullaldarinnar?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég veit nú ekki hvort sé hægt að fullyrða að Daltrey hafi fundið upp stíl eða að Plant og Gillan hafi ekki gert það. Ég tel nú líklegast að þeir hafi allir þróað stíl sem þeir hafa heyrt annars staðar frá. Það má þó segja með nokkurri vissu að Daltrey hefur haft áhrif á báða söngvarana og seinna meir hafa þeir sennilega haft einhver áhrif á Daltrey.

Re: Bestu söngvarar gullaldarinnar?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég vil nú meina að Plant og Gillan hafi báðir getað þanið sig meira en Daltrey nokkurn tíman. Daltrey var reyndar mun fjölbreyttari og var náttúrulega ekki bara frumkvöðull í rokkinu heldur voru The Who og söngur Daltrey's fyrirmyndir pönksins að miklu leiti. Daltrey er líka í meira uppáhaldi hjá mér en hinir báðir þrátt fyrir að söngurinn hafi kannski verið sterkara instrument hjá Zeppelin og Deep Purple.

Re: Bestu söngvarar gullaldarinnar?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jeff Buckley var ekki uppi á gullöldinni. Því væri óviðeigandi að setja hann hér. Pabbi hans, Tim Buckley, var nú að ég held virkar á þessum tíma. En ég hef ekki hlustað á hann. Væri gaman ef einhver Tim Buckley aðdáandi segði okkur skoðun sína á þeim manni.

Re: Bestu söngvarar gullaldarinnar?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég sé ekki að beach boys hafi haft neitt nýtt fram að færa í söng. Þeir sungu vesturstrandarrokk með hætti rakarastofusöngvara. Raddað, væmið leiðinlegt. Robert Plant og Ian Gillan voru gaurar sem sungu ekki fallega en þeir eiga heima á topp 10 af því að þeir komu með nýja rödd inn í rokkið og gerðu það báðir frábærlega. Stevie Wonder og Elton John voru á toppnum í sitthvorum endum ,,poppsins“ eins og það er kallað í dag og eiga því heima á listanum líka. Roger Daltrey, söngvari the Who...

Re: The Doors

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það þarf nú ekkert endilega að vera með mökkinn í annari til að fíla ,,American Prayer." Minna færg lög sem ég mæli með: Ghost Song ( eða bara allur Awake hlutinn af A.P. When the Music's over Love me two times Gloria (ath. brilliant myndband þar sem sviðsframkoma Jim sést vel) Stoned Immaculate

Re: Ringo Starr

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ágætis upplýsingar um uppáhalds bítilinn minn. Þú hefðir samt kannski mátt kanna málið örlítið út fyrir þessa grein sem þú hefur endurskrifað, enda er Hr. Starkey ennþá á fullu 11 árum endastöð greinar þinnar og ekki svo langt síðan hann gaf út disk síðast.

Re: tilviljun á sunnudeigi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég get ekki sannað að eitthvað sé ekki fyrirfram ákveðið frekar en þú getur sannað að það sé fyrirfram ákveðið. Það er einmitt þetta sem heimspeki gengur að miklu leiti út á. Að velta fyrir sér spurningum sem ekkert svar er við, allavega ekkert svar sem mögulegt er að komi fram á okkar líftíma. Einu vil ég þó bæta við þetta. Það vekur meiri hræðslu hjá mér að hugsa mér að ég geti ekki haft áhrif á hluti í kringum mig, þ.e. að allt sé fyrirfram ákveðið, en að hugsa mér að ég deyji og þá sé...

Re: tilviljun á sunnudeigi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já, þar sem ég er ekki viss hvort þú sért mér ósammála eða misskiljir mig þá ætla ég að segja það hér. Ég tel að svo gott sem allt ráðist af tilviljunum, Þ.e.a.s ég trúi að sjálfsögðu á orsök og afleiðingu en ég trúi ekki að hlutirnir gerast fyrir aðrar sakir en að frjáls vilji einhvers gat af sér að viðkomandi atburður gerðist. Ég held að það hafi ekki verið fyrifram ákveðið, af örlögum eða Guði, að ég skildi vera í tölvunni í dag. Samt sem áður er vissulega hægt að segja að allt hjóti að...

Re: tilviljun á sunnudeigi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég sé ekki hvernig það breytir tilviljuninni að hún skuli hjálpa þér eða ekki. Þó svo að allt væri fyrirfram ákveðið þá kemur tilgangur kannski ekki inn í fyrr en 10 árum seinna. Afleiðingar atburða eru ævilangar. Dæmi: Ef Hitler hefði ekki verið til hefðu foreldrar okkar ekki lært um hann í skóla sem hefði þýtt öðruvísi skólagöngu sem hefði þýtt að þau hefðu kannski ekki kynnst og þó að svo væri hefði pabbi aldrei haft sáðlát á sama tíma og þó svo væri hefði það varla verið sama sáðfruman...

Re: Við búum í bananalýðveldi !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
,,Ef Ísland er banalýðveldi, afhverju komst þá Harvard háskóli að því að á Íslandi væri minnsta spilling í heiminum ?" Skemmtileg setning. Ég skal ekki segja til um það hvort Ísland sé bananalýðveldi. Það sem ég skal þó segja til um er að Ísland er lýðræðisríki á pappírunum og ætti því að fara eftir lögum. Það skiptir ekki máli hvort önnur lönd séu verri eða betri, það hlýtur alltaf að mega gera athugasemdir við lögbrot. Mér þætti líka gaman að sjá hvernig Harvard háskóli kemst að þessari...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok