Fólk hefur ævinlega talað um réttlæti og ranglæti, glæp og góðverk. En hvað er þetta allt saman? Tökum ævintýrið um Hróa Hött til dæmis. Hann stal frá ríka fólkinu og gaf því fátæka. Að sjálfsögðu töldu ríka fólkið það rangt, en þeim fátæku fannst það rétt, ríku fannst það ósanngjarnt, Hróa fannst það sanngjarnt, í ríkumannaaugum var það glæpur en hjá Hróa góðverk.

Rétt og rangt hlýtur því að vera mismunandi í augum mismunandi fólks. En hvað er þá rétt og hvað er rangt? Ef allir hafa ólíka skoðun um þetta, þá hljóta hugtökin “rétt” og “rangt” óraunhæf og að nokkru leiti ósanngjörn, þar sem ekki allir eru sammála.

En þar sem ekki allir eru sammála, þá getum við ekki skapað reglur sem allir eru sammála um, ætli það sé ekki þess vegna sem glæpir eru til? Útaf því hversu brengluð hugsun okkar er í ranglæti og réttlæti? Maðurinn stelur úr búð og lögreglan nær honum. Hann er settur í fjögurra ára fangelsi fyrir þjófnað, en raunin var að kona hans var ólétt heima og þau áttu engan pening fyrir mat, rafmagnið var farið og ekkert heitt vatn né matur á heimilinu. Nú spyr ég bara, hvort er rétt og hvort er rangt???

Þetta hlýtur að hafa komið oft hingað upp en ég er ekki búin að fara hingað inná mjöööööög lengi, svo þið verðið bara að afsaka mig ef ég er að endurtaka eitthvað.
Nú hætti ég að skrifa því það kæmi örugglega heil 40 blaðsíðna ritgerð fram ef ég héldi áfram.

Munið, að heimsspekilegar spurningar vekja bara enn fleiri spurningar, og þú gætir aldrei fengið svör…

Þeir einu sem skapað geta framtíðina og örlög manna, eru mennirnir sjálfir…
-ég

Takk fyrir
Indiya!