The Doors urðu til mitt í óróa seinni hluta sjöunda áratugarins með tónlist sem var jafn ástriðufull og flókin og tímabilið sem ól hana af sér.Nafn hljómsveitarinnar vísar í skáldskap William Blakes , The Doors of perception.Myrk og hljómsveitarinnar kom að miklu leiti frá söngvaranum Jim Morrison.Hinir meðlimir hljómsveitarinnar ,hljómborðsleikarinn Ray Manzarek , gítarleikarinn , Robby Krieger og trommuleikarinn Jon Dens-More léku af fingrum fram og sköpuðu þann stökkpall sem Jim Morrison þurfti fyrir ljóðræna texta sína og bartónrödd.Ástríðu Morrisons var lýst i viðtali snemma á ferli þeirra: “Hún er Bogastrengur sem hefur verið togaður aftur i tuttugu og tvö ár og loksins sleppt”.
Þegar þeir voru ekki ad spila frumlög um kynlíf,dauða og hið óþekktu tóku The Doors stundum gömul blúslög , eins og “Black Door Man” eftir Willie Dixon og “Crawling King Snake” eftir Lee Hooker og settu þau í sinn búning .Sumarið 1965 kynntust jim og Ray i kvikmyndaskóla UCLA i los angeles og þeir stofnuðu hljómsveitina The Doors.Aðeins ári eftir ad hljómsveitin var stofnuð skrifuðu þeir undir samning hjá Elektra hljóplötufyrirtækinu.Fyrsta plata þeirra , The Doors (á þeirri plötu er meðal annars að finna lögin “The end og Light my fire”)fékk mikið lof gagngrýnenda og seldist vel.Eftir þvi sem ferill hljómsveitarinnar varð bjartari sökk Jim Morrison þó dýpra og dýpra í fen áfengis- og fíknefnaneyslu og varð kjölfarið æ óútreiknanlegri og skap hans var ofsafengara.Hann eyðilagði upptökubúnað vid upptökur og gekk fram af fólki neðan á tónleikum stóð.Þetta hafði þó ekki áhrif á tónlistarsköpun þeirra.
Árið 1969 kom The Soft Parade út, en hana mætti telja slökustu plötu.Sviðsframkoma Morrisons varð æ djarfari og náði hámarki þegar hann fækkaði fötum á tónleikum í mars 1969.Fyrir atvikið var morrison kærður , en málið er þó en óafgreitt.Hljómsveitin hélt í upptökuver og sneri til baka með plötuna Morrisons Hotel 1970.Með þeim á plötuni var Lonnie Mack sem léði þeim blúshljóm við hæfi, þar sem hljómsveitin leitaði mikið til róta sinna á þessari plötu.Sá nýji hljómur á plötunni var ekki vinsæll.
Flassara atvikið batt enda á tónleikaferð hljómsveitarinnar en drengirnir áttu þó nóg af lögum sem þeir höfðu tekið upp meðan á henni , stóð til ad gefa Absolutely Live (1970), en hun fangaði að sumu leyti þá reynslu að vera á The doors tónleikunum. Árið 1971 gáfu þeir út L.A Woman, sem margra mati var þeirra besta plata.Jim Morrison fjarlægðist hina i hljómsveitinni þó æ meir.
Þeir fóru i tónleikaferðalag um suðurhluta Bandaríkjanna og sá túr var þeirra síðasti.Þvi furðulegri og innhverfari sem sviðsframkoma Morrisons varð, Þvi augljósara var það að Morrison var á förum frá hlómsveitinni.Í mars árið 1979 fluttu Morrison og kærastan hans Pamela til Parísar til þess að hefja nýtt líf.
Nýja lifið entist þó ekki lengi.Þann þriðja júli 1971 fannst Jim Morrison látinn þá 27 ára gamall i baðkarinu á heimilli þeirra.
Dánarsök var aldrei fundin þar sem enginn krufning var gerð , en líklegast er að líkami Jim Morrisons hafi loks látið undan vegna lífsmáta hans undandfarin ár.Hinir Reyndu að halda áfram , en án leiðtoga síns lifði hljómsveitinn ekki af og eftir tvær plötur í viðbót,"Other Voices (1971) og Full Cirlce (1972) lognaðist sveitn útaf.
_________________________________________