Ringo Starr Ringo Starr
Richard Starkey Jr. fæddist í forstofunni í Madryn Street 9 í Dingle svæði Liverpool þann 7. júlí 1940. Foreldrar hans voru þau Elise og Richard Starkey Sr. Þau skildu árið 1943 og flutti Elise og sonur hennar í Admiral Grove 10. Richards gekk í St.Silas Infants’ School þar sem hann veiktist fyrst af alvarlegum veikindum sem höfðu hræðileg áhrif á nám hans.

Þegar hann var á sjötta ári var hann lagður á Konunglega Barnaspítalann útaf magaveikindum. Eftir smá mistök í einni af aðgerðum hans lá hann í dái í tvo mánuði og voru gerðar nokkrar aðgerðir á honum á þeim tíma til að bjarga honum. Þegar hann vaknaði uppúr dáinu og átti að fara að útskrifa hann var hann að leika með leikfangastrætó við drenginn hliðiná sér og flaug á hausinn þegar hann var að teygja sig og þurfti því að dvelja nokkrum mánuðum lengur á spítalanum, eftir þetta var Richard þekktur fyrir að vera slysagjarn.

Þegar hann loksins sneri aftur til skóla fattaði hann að hann var langt á eftir í heimalærdómi sem gaf honum það álit á sér að hann væri heimskur. Árið 1953 þegar hann var 13 ára að aldri smitaðist hann af slæmu kvefi sem breyttist í enn eina dvöl á Hverfisspítalanum. Veikindin urðu að lungnabólgu og þurfti hann að fara á Heswall barnaspítalann og dvelja þar til ársins 1955.

Á þeim tíma var móðir hans Elise gift Harry Graves sem Richard kaus að tala um sem stigann sinn. Í stuttan tíma hafði hann starf sem sendidrengur hjá British Rail. Hann tók næsta starf sem barþjónn í feríu til New Brighton áður en hann fékk prufhlutverk hjá Henry Hunt & Sons. Stjúpfaðir hans, Harry gaf honum trommusett og lofaði Richard að verða frábær tónlistarmaður.

Richard skipti um hljómsveitir eins og sokka um tíma en loksins hætti það þegar hann gekk til liðs við Rory Storm & The Hurricanes. Rory Storm var sýningamaður og heimtaði að fá að breyta nafni Richards í Ringo Starr til að koma smá leik í nafnið, sem hann breytti síðar í lögnafn sitt. The Hurricanes varð ein frægasta hljómsveitin í Liverpool og voru þeir sendir til Hamburg á Kaiserkeller klúbbinn og voru teknir fram yfir Bítlana þar. Pete Best var ekki besti trommarinn og sýndi sig ekki alltaf og fyllti Ringo oft í skarðið fyrir hann

The Hurricanes var núna hægt og rólega ýtt af dagskránni þar á bæ og hægt og rólega komu Bítlarnir og Gerry & The Pacemakers í staðinn. Ringo hafði hugsað um að hætta í The Hurricanes og ganga í hljómsveitina The Seniors í staðinn. Eftir langa hugsunarlotu ákvað Ringo að fylla stöðu trommuleikara The Hurricanes enn og aftur. Ringo fannst eins og hann færi ekkert án þess að hugsa um að taka aftur upp starfið sitt hjá Henry Hunt, en þá komu örlögin við sögu.

Bítlarnir voru nú vinsælasta hljómsveitin í Liverpool og meirihlutann af Englandi. Bítlarnir höfðu skrifað samning við Parlophone og George Martin var ekki hrifinn af Pete sem trommara og lýsti honum einfalslega sem “ekki góðum.” Nýja verk þeirra í bili var að finna nýjan trommara. Margir töldu Johnny Hutchinson úr “The Big Three” besta trommaran í Liverpool, en þá kom sú hugmynd að spyrja Ringo hvort hann hefði áhuga á því.

Þegar Ringo fór að taka upp fyrst með Bítlunum hafði George Martin þegar ráðið trommara að nafni Andy White. Ringo var vanmetinn til að byrja með og þegar hann kom fyrst fram með Bítlunum á The Cavern Club öskruðu mestu aðdáendurnir sem voru ennþá í uppnámi yfir að Pete hafi verið rekinn “Pete forever, Ringo Never”.

Það kom í ljós að Ringo passaði vel inní Bítlana og um tíma var hann vinsælasti meðlimurinn í hljómsveitinni í Ameríku. Hann var líka náttúrulegri leikari en hinir og fékk frábærar gagnrýnar fyrir leik sinn í A Hard Day’s Night myndinni. Útaf þessu var Ringo settur í aðalhlutverk í næstu mynd þeirra, Help!

Ringo giftist langtíma kærustu sinni, Maureen Cox þann 11. febrúar 1965 og eignuðust þau saman þrjú börn, þau Zak, Jason og Lee. Hjónin skildu 1975 og giftist Ringo þá seinni eiginkonu sinni, Barbara Bach.

Ringo átti til að byrja með með sama vanda að stríða og George, það var lítið tekið eftir lögunum hans. Lögin sem hann söng á skrifuðu Paul og John aðallega. Þau eru t.d. Boys á Please Please Me, I wanna be your man á With The Beatles, Honey Don’t á Beatles for Sale, Act Naturally á Help!, “What Goes On” sem var einnig skrifað af Ringo á Rubber Soul, Yellow Submarine á Revelover og Yellow Submarine og With a little Help From My Friends á Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band.

Ringo skrifaði 2 lög á bítlaferli sínum, það voru Don’t Pass Me By á White Album og frægara lagið hans Octupus’s Garden of Eden á Abbey Road. Eftir að Bítlarnir hættu átti Ringo stóran sólóferil, hann gaf út 8 plötur og 8 smáskífur og kom fram í sjónvarpi.

Eftir mörg ár í burtu frá sviðsljósinu talaði hann inná teiknimyndaþátt ætlaðan börnum sem heitir Thomas And The Tank Engine og uppgvötaði drykkjarvandamál, hann fór í meðferð og kom fram edrú á sviði í All-Star tónleikaferð um Bandaríkin og Japan. Hann fór aðra tónleikaferð ’92 um Bandaríkin og Evrópu um leið.