8. seríu lokið! Jæja, núna er 8. Friends seríunni lokið og þar sem enginn hefur tekið sér penna í hönd (eða lyklaborð á fingur?) hef ég ákveðið að tjá mig aðeins um seríuna, þá sérstaklega lok hennar (þannig að ef þú ert ekki búinn að sjá lokaþættina, ekki lesa lengra!).

Þessi sería hefur alls ekki verið slæm, og að mínum dómi bara með þeim betri. Ef ég man rétt ;) þá hefur þetta að mestu leyti snúist um barneign Rachelar og flækjur í kringum það (Ross og Joey). Einnig hafa að sjálfsögðu komið skemmtilegar fléttur í söguna eins og með skápinn hennar Monicu, sem var algjör snilld. Því miður er ég ekki þannig gaur sem man nákvæmlega hvað gerðist í þætti TOW númer 666, þannig að ég fer ekkert meir útí „gömul“ smáatriði :)

Lokaþátturinn var magnaður, barnið kom loksins í heiminn, rosa drama og maður var alltaf að heyra „Ahhhhhh” í áhorfendum, það er nú alveg fyrirgefanlegt í svona lokaþætti, samt svoldið þreytandi til lengar…

Svo endaði þátturinn á því að Joey sýndi Rachel hringinn frá mömmu hans Ross og Rachel sagði: „All right" Hvað meinar hún! Hún fer ekkert að giftast Joey, það bara passar ekki! Ég gaf frá mér mikil óhljóð þegar þetta atriði kom ;) Ég trúi ekki öðru en þessi leiði misskilningur verði leiðréttur í fyrsta þætti á 9. seríu. Hlutirnir voru farnir að þróast á áhugaverðar brautir hjá Ross og Rachel, vonandi ná þau saman :) Ég býð spenntur eftir næstu seríu!


Vonandi verður þetta innlegg mitt til þess að ýta af stað einhverjum umræðum hérna, en þetta hefur verið alltof dautt uppá síðkastið.

Kveðja, JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _