Ég fór á Men In Black II um daginn! Þetta er fín mynd…
Mér finnst hún miklu betri heldur en Man In Black I!
Ég gef myndinni ***/***** (þrjár stjörnur af fimm). Ég gef myndinni ekki 5 stjörnur, þótt að myndin sé góð… Men In Black er með mjög svipaðan söguþráð og í fyrri myndinni, það er að segja: vond geimvera, mennirnir í svörtu fötunum bjarga öllu á einum degi, einn verður ástfanginn!
Samt er seinni myndin betri, mér finnst seinni myndin nefninlega fyndnari. Sérstaklega hundurinn.. Hann er algjör snilld!
Ég var að lesa hér á netinu umfjallanir um myndina, þar sem allir eru að tala um hvað handritið að seinni myndinni sé mikið rusl! Mér finnst það ekki, mér finnst seinna handritið bara hermikráku- rusl!! Það er að segja ef það má kalla þetta rusl:) Það voru líka allir að tala um að Will sé miklu rólegri í seinni myndinni, en því er ég sammála.
Það er oftast þannig að framhalds- myndir séu verri. Ég er sammála því, en stundum er það bara alls ekki þannig. Mér finnst seinni myndin betri af Men In Black, en ætli það sé ekki bara vegna þess að það er svo langt síðan ég sá Men In Black I! Ég verð að fara kíkja á þá fyrstu bráðlega;)


Hér er fyrir þá sem vilja vita um hvað myndir fjallar:

Myndin fjallar um man sem er leikinn af Will Smith og hann heitir Jay! Hann vinnur hjá Men In Black. Hann er að vinna hjá geimveru- stofnun. En einn daginn kemur “vonda geimveran” frá plánetu einni (man ekki hvaða). Hún vill fá “ljósið” sem er á jörðinni, en sá sem veit um ljósið er Kay- sem er nokkurs konar goðsögn meðal manna í svörtum fötum. En málið er að Kay er hættur að vinna hjá Men In Black. Hann var “blikkaður”, þannig að hann gleymdi öllu um það þegar hann vann hjá Men In black, og þar með öllu um ljósið. Þannig að Jay verður að fara og ná í Kay. Kay vinnur hjá póstinu og vill ekki trúa því að hann hafi eitt sinn unnið hjá Men In Black. En einhver veginn tekst Jay samt að sannfæra Kay um að koma með sér í húsið þar sem Men In black gaurarnir eru. Kay á að fara í eitthvað sem á að láta hann muna allt sem hann var búin að gleyma, um menn í svörtu. En þá ræðst “vonda geimveran” til atlögu og “sturtar” þeim niður og bla bla bla…
Ég ætla ekki að segja meira (skrifa meira) um myndina, því þá eyðilegg ég of mikið fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina!! :)


En hér eru ýmsar upplýsingar UM myndina (ekki um hvað myndin er sko!):

Myndin er einnig þekkt sem: MIB 2
Leikstjóri myndarinnar er: Barry Sonnenfeld
Aðalhlutverk: Will Smith, Tommy Lee Jones, Rosario Dawson, Rip Torn, Patrick Warburton, Lara Flynn Boyle, Paige Brooks, David Cross, Darrell Foster, Linda Kim, Johnny Knoxville, Tony Shalhoub, Michael Bailey Smith, Mary Stein
Handritshöfundur: Robert Gordon
Tegund myndar: Gamanmynd / Spennumynd / Ævintýramynd / Vísindaskáldskapur
Framleiðsluár: 2002
Framleidd af: Amblin Entertainment, Columbia Pictures Corporation

*KATTARKONAN*