Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

selur
selur Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
166 stig
-I don't really come from outer space.

Fyrsta mynd Dags Kára?

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Er þetta ekki bara fyrsta mynd Dags Kára í fullri lengd? Það er eins og mig minni að drengurinn hafi ekki komið tómhentur heim úr einhverri stuttmyndakeppni sem fram fór í Skandinavíu? Eitthvað svona norðurlandasamstarf? En hitt er að mig langar geysilega mikið að sjá þessa mynd, hef ekkert nema gott heyrt af henni, og hlakka mikið til að heyra tónlistina (hef haft gaman af tónverkum Slowblow hingað til).

Re: Írak Versus USA og GB

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
En heyrði. Nú spyr ég sá sem ekki veit betur, einfaldlega af því að ég veit ekki betur! En ef það væri eitt markmið BNA að koma Saddam Hussein (sem ég mun frá og með þessari mínútu vitna til sem ‘Hins Vonda’), væru þeir þá ekki löngu búnir að því? Hefur ekki staða landsins, ásamt því sem leynist undir því töluvert meira með þetta stríð þeirra að gera en þeir vilja viðurkenna? Persaflóastríðið ‘91 (var það ekki ’91, ég var svo hræðilega mikið barn þá að ég man það stríð ekki mjög vel)....

Re: Fleiri nauðganir útaf Britney Spears ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Gafst nú upp á lestrinu, og því hefur einhver örugglega bent á þetta áður, en látum þó vaða: Mér finnst það nú dulítið hæpið að eigna léttklæddum ofurstjörnum þann vafasama heiður að vera beint eða óbeint valdar að aukningu á nauðgunum eða kynferðistengdum afbrotum. En eru þær kannski afrakstur einhvers léttúðugs samfélags sem hefur orðið til yfir árin? Ég meina, það þarf líka að taka með í dæmið ákveðið agaleysi sem hefur verið að aukast í heiminum. Finnst mér í það minnsta. Ég gef...

Re: Írak Versus USA og GB

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er óþarft að telja kalda stíðið sem styrjöld, því frá lokum seinni heimsstyrjaldar liðu ekki mörg ár áður en Bandaríkjamenn sáu sig knúna til að stöðva framgang kommúnisma í Kóreustríðinu, Víetnam tók við á sjöunda áratugnum og þeim áttunda, þegar Sovétmenn réðust inn í Afganistan á þeim áttunda studdu Vesturlönd með Kana í broddi fylkingar Afganaska skæruhópa (en meðlimir þessa hópa risu svo seinna gegn þessu ofríki með hræðilegum afleiðingum), um svipað leyti átti sér stað styrjöld í...

Re: Nokkrar pælingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég held nú reyndar að við Íslendingar séum ekkert einir um misheppnaðar viðbyggingar. Ég minnist nú bara í fljótheitunum glerpýramídans við Louvre í París. Hitt er svo annað mál og meira, að ég er nú alveg fjarska sammála þér: sjónrænt séð (vil bara benda hérna á orðaleikinn að framan) kæmi það nú ekkert illa við mann ef haft væri einhverskonar ‘samráð’ við eldri teikningar þegar verið væri að íhuga þessar viðbyggingar. Ættum við svo ekki bara að kalla forsetaembættið konungsembætti til að...

Umhugsunarefni fyrir rökfast fólk með Dónatón

í Dulspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ja hérna! Ég las mig í gegnum (næstum) öll svörin; valhoppaði reyndar yfir nokkur þeirra, en samt. Þetta þykir mér afrek. Núna nennni ég samt ekki að finna þeim sem ég ætlaði mér að svara, þannig að höfum þetta bara allt hér: Mig langaði bara að benda á það að það er nú ekki algilt að elstu heimildir séu réttastar. Þegar þær voru skrifaðar voru þær yfirleitt skrifaðar upp eftir munnmælum sem hringsóluðu samfélög þeirra tíma. Góðar, sagnfræðilegar seinnitíma heimildir hafa hinsvegar gert...

Re: sektir á bókasöfnum

í Bækur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
en ef þú myndir fara á fornbókasölu, eða verða þér útum þessar bækur notaðar á annan hátt, myndirðu þá borga meira en 2000 kall fyrir þær? þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir bókum, en ég er að reyna að setja fram þann punkt að þegar maður tekur bækur af bókasöfnum er maður að stela notuðum bókum fyrir 2000 kall. þannig að það er ekkert víst að það borgi sig. ég er að vera fyrirmynd :)<br><br>-I don't really come from outer space.

Re: Óbærilegur léttleiki tilverunnar

í Bækur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
“…þú gerir ekki sömu kröfur til viðmælendur þína í daglegu lífi.” uss; þú gerir ekki sömu kröfur til ‘viðmælenda þinna’ í daglegu lífi. hehe. Það er rétt, það eru margir sem eru að biðja um að fólk vandi sig við það sem þeir eru að láta frá sér. Sjálfur er ég á þeirri skoðun að fólk eigi að vanda tungumál, og raunar sérstaklega hið skrifaða mál. Hitt er svo annað mál, að ég geri ítrekaðar kröfur til fólks í mínu daglega lífi, þó ég reyni að halda aftur af mér. Ég reyni það líka hér, með...

Re: Þórður fer í megrun

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
VÁ! Mjög fín, vel skrifuð og fyndin, sérstaklega framan af. Hinsvegar er aðeins of áberandi að þú hefur tapað þér alveg í þessu í lokin, og til að koma húmornum sem fyrst til skila hefurðu ábyggilega (hér er ég farinn að leiða líkum að hlutum útfrá eigin reynslu) skrifað hraðar og hraðar, tapaðist mikið sem hefði líklega geta verið í sögunni. Prófaðu að skrifa hana aftur; endurskrifa, og athugaðu hvort þú getir ekki bætt inn og hægt aðeins á endinum. Hún steypist alveg kollhnís í lokin og...

Re: Rithringurinn hefur opnað!

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
galli í kerfinu, því ekki get ég það! eru þau ekki öll full á celtic cross núna? <br><br>-I don't really come from outer space.

Re: Áhyggjudúkkur - Steinar Bragi

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já. Ég satt að segja varð að vissu leyti fyrir vonbrigðum. Og þau stöfuðu af miklu leyti af þessari sífelldu áreitni sem hann er að reyna að valda með því að klæma hverja einustu setningu. Þetta verður bara þreytandi, eins og EkztaC segir, mjög fljótlega í bókinni. Allt annað er svo fáheyrilega lofandi og ágætt að það er stór ókostur að hann skuli rembast við að hneyksla og reita upp einhver erting, að maður verður bara þreyttur, fær leið og nennir varla að lesa hana… mér finnst það allavega.

Re: Í leit að glötuðum tíma &#8211; Leiðin til Swann

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er nú ekki alveg rétt að þær séu alveg eins. Það er örlítill merkjanlegur litamunur á þeim; fyrra bindið hefur þessi bláu laufblöð á kápunni, á meðan annað bindi felur sig í rauðum lit… Ég vinn reyndar í bókabúð og þessvegna vissi ég að annað bindið væri komið út (utan þess að ég las það í formálanum að bókinni sem er nokkuð merkilegur). Sjálfur hef ég ekki komist í seinni hlutann, og satt að segja láðist mér að ljúka nokkrum blaðsíðum í lok þessa fyrra bindis. Ástæðan var að sjálfsögðu...

Re: Varðandi undirskrift

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
No man is an Island. svo kemur eitthvað meira, um að við séum öll hluti af álfu… allavega er þetta ljóð eftir einhvern gaur sem ég man ekki hver var, en hann var fyrir 1900 (jafnvel 17ogeitthvað). Hemingway notaði þetta svo sem fortexta í bókina Fiesta (the sun also rises), (ísl. þýð. ‘Og sólin rennur upp’), og þetta er svakalega frægt eftir það… Enginn maður er ÉGland… pæling<br><br>-I don't really come from outer space.

Re: () Sigur rós

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
mér finnst hún mjög fín; en er enginn pínu þreyttur á ‘júsæjo’. ekki laginu, heldur er ‘júsæj…’ ótrúlega mikið gegnumgangandi í þessum marklausu textum. Ég væri alveg til í að heyra þetta instrumental, eða allavega án allra mögulegra orðamyndanna…eða hvað? æ, ég er samt ekkert að tuða, fullkomin dinnermúsík, og notaleg hlustun. þar sem mér láðist alveg að hæpa mig upp af vonum, þá varð ég ekki fyrir neinum vonbrigðum ((spottar einhver orðaleik?)), þvert á móti. FA<br><br>-I don't really come...

Re: Bohemian Rhapsody valið besta dægurlagið!

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hélt samt að Beach Boys hefðu komið fram á sjötta áratugnum… fimmtíuogeitthvað? Hef staðið í þeirri trú lengi, og stend enn. Og þeir eru nú hreint ekki samanburðarhæfir N'Sync. Ætli maður verði ekki að segja ‘með fullri virðingu’ fyrir N'Sync (svona til að gæta einhverskonar hlutleysis), en Beach Boys gerðu töluvert áhugaverðari hluti en fyrrnefndir og títtnefndir. En held samt að þeir hafi gert það á sjötta áratugnum, í sól og hita strandsenunnar í Kaliforníu.

Re: Artemis Fowl

í Bækur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Önnur bókin um Artemis Fowl, Samsærið, er líka komin út á íslensku.<br><br>-I don't really come from outer space.

Re: Umkomulausi drengurinn - komin

í Bækur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Jú, bókin er á tilboðsverði í Eymundsson sem stendur; 2990 kr. Síðasta bókin í þrenningunni ‘A man named Dave’, kemur að öllum líkindum á íslensku á næsta ári. Hún er til á ensku (í litlu magni þó). Síðan er á til bókin ‘Help Yourself’ eftir Dave Pelzer, og litla kverið ‘Life Lessons’ er að koma í hillurnar, einnig eftir hann. Hann var kallaður þetta sló svo rækilega í gegn í íslensku þýðingunni, að mér þykir líklegt að þær verði þýddar flestar.<br><br>-I don't really come from outer space.

Re: Dans á rósum

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Er ekki meira? Mér finnst þetta ótrúlega fín byrjun; hún hefði í sjálfu sér ekkert á móti eins og einni yfirferð, punktasetningar mættu vera í örlítið meira samhengi, en engu að síður er þetta vel gert. Hitt er svo annað, að þessar örstuttu sögur sem eru oft á tíðum birtar hérna þreyta mig all verulega. Mér þykir allt í góðu með sögurnar sem eru birtar í hlutum, og eins eru sumar sögur sem eiga ekkert að vera neitt lengri, og það virði ég alveg, því það er vel sjánlegt. En sögur eins og...

Re: Könnun 17, 9

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Tja, fyrir utan þá staðreynd, að ‘Kötturinn í örbylgjuofninum’ er alls ekki smásagnasafn, heldur fræðibók um nútíma þjóðsögur, þessar svokölluðu ‘urban legends’, en umræða um þær er orðin gríðarlega vinsæl; tek sem dæmi bíómyndir sem tóku þær fyrir. Í þessari bók er að finna bestu dæmi þessara sagna, hverjar um ræðir hverju sinni, en engar ‘smásögur’ í þessari merkingu sem við erum að reyna að búa til hér.<br><br>-I don't really come from outer space.

Re: -Gullöldin- Hvað voru Bítlarnir? hl.1

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það ER gaman að þessu. Það er ágætt að þið skulið ætla að geyma umræðurnar um hippamenninguna, því að það er til svo margar blaðsíður af rökum og mótrökum í þá umræðu. Víst höfðu Bítlarnir áhrif á tónlistarsöguna, en það höfðu líka fleiri hljómsveitir. Bítlarnir urðu meira æði en hafði þekkst fram að þeim tíma, og skipa þarafleiðandi ansi kraftmikinn part í þessari sögu; rétt hjá geira, mannkynssögunni. En auðvitað var þetta popp, sérstaklega með hliðsjón af ‘popular’ merkingu þess orðs. Og...

Pixies (1986-1993)

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ekki það að þetta skipti neinu máli, en rétt skal vera rétt; Black Francis breytti sviðsnafninu sínu í Frank Black fyrir sólóferilinn. Rétt nafn hans er Charles Kitridge Thompson III eða IV, man ekki alveg. Black Francis var nafnið sem pabbi hans hefði gefið næsta syni sínum, hefði hann fæðst. Það varð ekkert úr því hinsvegar. Líka annað, að á fyrstu ‘Pod’, Breeders, trommaði þá 19 ára gamli trommari Kentucky sveitarinnar Slint, undir kvenkyns dulnefni. David Lovering og Joey Santiago unnu...

Skrifið um það sem þið þekkið?

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já, ég hef lesið um báðar “reglurnar”. Hins vegar aðhyllist ég frekar það sem ég las í bók eftir John Gardner; ‘the Art of Fiction’, þar sem hann tíundar báðar kenningar, og kemur svo með sína eigin: ekki skrifa endilega bara um það sem maður þekkir, frekar að þekkja það sem maður skrifar um. Ef farið er inn á svona spjallsíður meðal rithöfunda, þá er eitt orð sem kemur oftar fyrir en hin: Research! Kynnið ykkur það sem þið eruð að skrifa um í stað þess að ana bara út í einhvern...

Re: Sunnudagsmorgun

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Alltaf gerirðu betur og betur. Tók mig til og renndi í gegnum sögurnar þínar, ekki alveg allar, en þær nýjustu og nokkuð aftur sumarið. Glæsileg þróun að eiga sér stað, og alltaf gaman að lesa þetta hjá þér. Ég er að vísu ekki sammála þér með að allar góðar smásögur eigi að hafa óvæntan endi, en hinsvegar þær sem eru þannig stílaðar og byggðar, þær verða að heppnast. Þessi gerir það svo sannarlega. Minn uppáhalds smásagnahöfundur er Bandaríkjamaður að nafni Dan Chaon (sem er reyndar talinn á...

Re: skugginn

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Líflegur og skemmtilegur prósalingur hjá þér. Heyrðu, ég fann stafsetingarvillur, og þær trufluðu mig ekki! Ef þið lesið mín greinasvör hérna inni, þá skiljiði undrið sem ég er að lýsa, betur. En mig rennir í grun að það sé þessi prósalegi stíll sem sé valdur að því. Gaman að þessu. Þótti mér samt heldur ódýr afgreiðslan á köflum hjá þér. Verður fjótur að bæta úr því. En endilega meira af þessu. 'Einn Feitur Albínói'

Re: Skáldsaga Sannleikans

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mjög góð saga. Verð samt að vera sammála; væri alveg til í að sjá lengri útgáfuna. Það væri mikið vel þegið, þó ekki nema að þú sendir mér hana. (ruleh@hotmail.com) Annað: Setningar með sérstaklega skemmtilegum Proust hreim, langar og áhrifaríkar. Stundum missa þær sig þó, verða of langar með tengingum sem virka ekki. En það er ekkert sem ekki er hægt að laga með einum yfirlestri. Einnig: Stafsetningarvillur skera alltaf í augun á mér, sérstaklega þegar allt annað er jafn vel til verks...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok