Áður en ég byrja á greininni langar mig til að vitna í bók eina sem ég er að lesa og heitir “ Tortímið París ” og er skrifuð af “ Sven Hazel ” og er samtal hermanns og almenns borgara…

Stríðið er viðbjóðslegt.
Já, það má segja það. Það er bara furðulegt, að stríð gleymast svo fljótt. Og alltaf eru þessar fínu afsakanir til að byrja upp á nýtt.
Heiður, föðurland og frelsi. Lygilegasta hræsni sem til er. Hvar er eiginlega frelsi? Hvað er heiður? og hvað gerir ættjörðin fyrir mann? Maður má dröslast með vélbyssu og láta skjóta sig í tætlur!!!
Hún bendir á orðuna mína - hvað marga hafið þér drepið til að fá þetta?? Hermaður hefur ekki tölu á hve marga hann drepur né hverja hann drepur því þá væri hann ekki hermaður til lengdar……..

Svona er veröldin að verða í dag! Drepa fyrir frelsi og heiður ??

Eiginlega dettur mér strax í hug bandaríkjamaður þegar ég les þetta, þeir eru svo blindaðir af svokallaðri ættjarðarást að þeim er nákvæmlega sama hverja þeir drepa bara að einhver verði drepinn. Þeir dæla vopnum í lönd og síðan eru þessi lönd orðinn þeirra verstu óvinir, aha við getum farið í stríð hugsa þeir! við drepum bara allt sem fyrir verður og efnahagur USA er góður.

Hefur einhver tekið eftir því að stríð á 10 ára fresti er lífsæð efnahags USA ?? seinni heimstyrjöldin endaði og kalda stríðið tók við og stóð yfir í 40 eða meira ár. afvopnum kjarnavopna þegar Gorbatsjov og Ronald Reegan enduðu kalda stríðið, 1991 var fyrsta persaflóastríðið cirka 10 árum eftir það.
Síðan Afghanistan en bara það var of auðvelt og USA gat ekki notað nógu margar sprengjur til að halda efnahag uppi. Nú vantar bara nýtt stríð og þá er Írak besti kosturinn.

Aukalega eru USA menn að þurrka upp eigin olíulindir og vantar aðgang að ódýrri olíu svo hvað er betra en koma upp ríkisstjórn sem er þeim hliðholl í 3ja stærsta olíulandi í heimi.

Bandaríkjamenn hafa alltaf hugsað um eigin hag þegar að stríði kemur, ef ekki er von á því þá bara búa þeir það til, það er að segja ef þeim er í hag. Tökum sem dæmi Ísrael sem er ekkert annað en útvarðastöð USA í miðausturlöndum, það hafa yfir 100 hundrað ályktanir verið gerðar varðandi meðferð Ísraela á Palestínumönnum í NATO en ekki verið farið eftir neinni þeirra “ NÚLL OG NIX ”
Hvað segja USA menn ?? “ Núll og NIX ” akkúrat ekki boffs bara gefa þeim peninga og vopn og þá er allt í lagi.

Og versta sem mér þykir er að bretastjórn skuli fylgja þeim eftir eins og bergmál í helli, bretar hafa kynnst stríði og vita hvernig það er, samt eru þeir búnir að gleyma WW2 allt í rúst KONUR/BÖRN/GAMALMENNI munu verða drepin miskunnarlaust alla tíð ef að heimsbyggðin stoppar ekki þessa vitfirringu.

Bandaríkjamenn hafa einir nokkurn tímann notað gereyðingarvopn gagnvart annari þjóð “Nagasaki og Hiroshima” með hörmulegum afleiðingum fyrir komandi kynslóðir…..

Þessi ræða er orðinn ansi löng en bara til að vekja athygli á því þá er ræðumaður ekki andsnúinn stríði í neinni mynd en bara ef ástæða er til, það er það sem þarf en í þessu tilfelli er enginn ástæða til stríðs, hvorki þarf að DREPA KONUR/BÖRN/GAMALMENNI.

Það er rangt og stríð mun alltaf lenda verst á þessum hópum þjóðfélagsins bara ef asninn hann G-W-BUSH myndi fljúga sjálfur og verða skotinn af börnum myndi verða mín draumamynd……….