Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við skriftir.

1. Stafsetning skiptir lesanda þinn máli, vandaða þess vegna stafsetningu. Það er svo leiðinlegt að sjá flottar pælingar ömurlega stafsettar. Léleg stafsetning dregur athygli lesandans frá sögunni að stafstningunni.

2. Myndmál, hvað er sýnt og hvað er sagt. Það skiptir virkilega miklu máli að sýna lesandanum myndir. Öðruvísi verður sagan aldrei meira en orð á pappír. Sagan lifnar við ef litir og mismundandi myndir eru dregnar upp, eins og skyggnur.

3. Höfðið til fleiri skilningarvita en augna. Einfaldasta leiðin til að draga upp mynd er að sýna, td. græn laufblöð trjánna, er mynd af laufblöðum á trjám. En hægt er að draga upp mynd á fleiri máta, td. angan vorsins sveif inn um opinn glugga. Þrátt fyrir að vera myndhverfing er þetta mynd sem lesandinn skilur.

4. Skrifið um eitthvað sem þið þekkið. Ekki vera að reyna að við vísinda-, trúarlegar eða fantasíusmásögur nema þið hafið algert vald fyrir viðfangsefninu. Um leið og lesandinn finnur að þiðeruð ekki algerlega við stjórn þá hættir hann að trúa ykkur og fyrir vikið er sagan hrunnin.

5. Notist frekar við einfalda setningarskipan en flókna. Þegar setningar verða flóknar og langar, hættir lesandanum við að missa athyglina og þarf að lesa setninguna aftur. Einföld regla: stuttar setningar=hraður lestur, langar setningar=hægur lestur.

6. Skrifið af gleði, slíkt smitar út frá sér. Jafnvel þegar verið er að lýsa leiðinlegum, sorglegum eða átakanlegum atburðum, þá skín ritgleði alltaf í gegn. Slíkt heillar lesandann.

7. Lifið ykkur inn í frásögnina.

8. Lesið, lesið, lesið, lesið og lesið. Því meira sem þið lesið, því stærri verður orðaforði ykkar. Því fleiri orð sem þið eigið því auðveldara verður að skrifa.

9. ÆFingin skapar meistarann. Skrifið mikið og skrifið oft. Endurskrifið og farið eins oft yfir og þið getið. Ágæt regla er að þegar þið jafið lokið við eitthvað, látið það liggja í nokkrar vikur, 2-3, og farið svo yfir það. Þá komið þið auga á atriði sem ykkur sást yfir.

10. Batnandi manni er best að lifa. Þrátt fyrir að fyrstu sögur ykkar fái ekki nóbelsverðlaun, hættið ekki að skrifa. Það verður enginn frábær rithöfundur á einni nóttu, en með nægri æfingu og yfirlegu er hægt að ná nokkuð langt.

Gangi ykkur vel!!!