Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

selur
selur Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
166 stig
-I don't really come from outer space.

Re: Kannast einhver við þessa dularfullu veru?

í Dulspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Án nokkurs vafa er það þetta fyrirbæri, sem heitir í raun awaking during sleep paralysis. Sleep paralysis er heitið yfir viðbrögð líkamans þar sem hann “slekkur” á sjálfum sér, lokar einhvernveginn á öll viljastýrð viðbrögð. þetta gerist einöngu í djúpsvefni (REM), og stundum kemur það fyrir að maður vaknar snögglega upp úr þessum djúpsvefni, og því er hugurinn ekki á alveg sama stað og líkaminn… þig er semsé ennþá að dreyma, en er ert með nokkuð fullri meðvitund. þar af leiðandi sér maður...

Re: Bókin "1001 image of dogs", átt þú hana?

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
en ertu búinn að athuga hvort hún finnist ekki á amazon.com, notuð eða ónotuð?

Re: Bókaklúbburinn minn og ekki Mikka

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta er virkilega áhugaverð hugmynd, en ég verð nú reyndar að viðurkenna að mér finnst ótrúlega gaman að vafra um bókasölur með notaðar bækur, og skoða mig um. Mér finnst gamlar bækur svo miklu notalegri - þó að það sé búið að brjóta upp á hornin, eða finnist einn og einn matarblettur í miðri bók. Mér finnst persónulega skemmtilegra að lesa bækur en leggja allt mitt í að halda þeim til haga. En hugmyndin sjálf um að stofna bókaklúbb þar sem skipst er á bókum er í sjálfu sér áhugaverð, því...

Re: Korkakönnun

í Bækur fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Paul Auster er í dálitlu uppáhaldi hjá mér, maðurinn sem skrifaði handritið að myndinni smoke, og byggði upp blue in the face. New York Trilogian hans, og bókin hending, eða Music of a Chance eru einu bækurnar sem hafa verið þýddar yfir á íslensku, en þær bera skrifum hans vel vitni, þá sérstaklega bækurnar í trilogiunni eins og draugar og glerborgin… en svo eru þeir náttúrlega svo margir…

Nirvana - gat skeð!

í Bækur fyrir 22 árum, 12 mánuðum
FRÁBÆRT! Ég verð að fá að upphrópa þig aðeins, allt í vinalegheitum af minni hálfu samt. Vona að þú takir þessu ekki of illa. Þú ert eins og persóna úr bók, leikriti, bíómynd… einhverju skáldverki - þú ert gæinn sem ert svo yfirmáta hooked á einhverju, gersamlega háður því og öllu sem það snertir. Það vita allir hver uppáhaldshljómsveitin þín, nikkið þitt segir allt um það sem segja þarf. Það sem er hinsvegar stórkostlegast við þetta allt saman, er að þitt líf virðist eingöngu snúast um...

Re: 12 Monkeys

í Kvikmyndir fyrir 23 árum
er ekki málið við þessa mynd að þú breytir ekki framtíðinni, heldur er framtíðin (nútíð) eins og hún er af því að henni var breytt… eitthvað ;

Re: The Untouchables

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Þetta er margstolið atriði, en ég hef sjaldan séð það jafn MIKIÐ stolið og í the untouchables. og nei þetta er ekki úr hitchcock-mynd (nema hann hafi stolið því líka) Þetta atrið úr the battleship potemkin (rússnesk mynd eftir leikstjórann sergei eisenstein) er eitt frægasta atrið kvikmyndasögunnar.

Re: Saga Ensími

í Rokk fyrir 23 árum, 1 mánuði
Vantar ekki þá staðreynd að Kjartan hætti að plokka bassann, og Guðni Finnson, hinn margrómaði og tónlistaverðlaunaði snillingur gekk í hans stað? - eða er ég að rugla?

Re: Disortion pedal á Bassa!

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 2 mánuðum
talandi um það, þá er ég pínu að leita mér að distpedala á bassann minn, það er einhvern sem ég get notað án þess að botninn hverfi algerlega. og það þýðir ekkert fyrir mig að nota Big Muff Pi, því gítarleikarinn notar þannig… veit einhver um eitthvað sem gæti virkað?

Heimasíða Mogwai

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 3 mánuðum
…af því að hún hefur tekið yfir slóð aðdáendasíðunnar StereoDee, www.mogwai.co.uk .

Re: Re: Re: Nokkrir molar um Mogwai, verðandi Íslandsvini

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Of rólegir my arse! Það vantaði hljómborðs-, gítar og þverflautuleikarann þeirra í upptalninguna, en hann gekk til liðs við sveitina um og upp úr tökum á CODY, og heitir Barry Burns. Einnig hafa þeir líka gefið út nokkrar EPplötur sem eru sérlega áheyrilegar, eins og “No Education, No Future=Fuck the Curfew”, “StereoD”, og nýjasta offspringið sem heitir einfaldlega “Mogwai”. Mikil snilld þar á ferð, þá sérstaklega No Education, en þar er er lagið “Xmas steps” (sem er að finna á CODY undir...

Re: hljóðfæraleikararararararar!!!!

í Hljóðfæri fyrir 23 árum, 5 mánuðum
jaaaá… samt eiginlega meira svona demo-demo… tókum bara live upp á minidisk, í gegnum mixer… engin eftirvinnsla… ja, eða allavega engin að ráði. þrjú af þeim lögum eru komin inn á heimasíðuna ;) come.to/dogun<BR

Re: Re: Re: Bann er bull !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
kannabis er ekki hættulaust. Hinsvegar hefur verið sýnt fram á það að tóbak og áfengi eru álíka hættuleg, ef ekki hættulegri en kannabis. hitt er svo annað mál að fyrst leyfð er sala á tóbaki, þá er hálfkjánalegt að leyfa ekki kannabis, í það minnsta til lækninga (eins og er í sumum ríkjum Bandaríkjanna). umræðan er líka töluvert öðruvísi hér á Íslandi en t.a.m. í Bna. Þar er helsta umræðan um hvort eigi að leyfa sölu kannabis til lækninga, þar sem kannabis linar sársauka t.d....

Re: Re: Draumur (einu sinni enn)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
skvo! það sem þú ert að lenda (þessi með álitið um að geta ekki hreyft sig) heitir sleep paralysis awakening… eða eitthvað! allavega þá er málið að þegar við komumst í draumsvefn (rem) lamast líkaminn fyrir neðan háls eða eitthvað… svona tímabundið (þetta er einhver svona náttúruleg vörn við því að maður fari að “lifa” draumana sína). stundum vaknar maður upp áður en líkaminn áttar sig, fær semsé meðvitund á undan sér… eða eitthvað… og þá lendir maður í því að geta ekki hreyft sig, og oftar...

Re: Re: Líf eftir dauðann

í Dulspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
ástæðan fyrir því að við sjáum svart þegar við lokum augunum er einfaldlega sú að við lokum á allt ljósflæði til augnanna… af hverju í ands… ættum við að fara að sjá svart? annaðhvort verður algjört ekkert eftir dauðann eða líf. og algjört ekkert er ekki einu sinni svart! eða hvað? en við sjáum allavega ekki ef það er ekkert eftir dauðann.

Re: Re: Futurama

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
mjög gott mál að rúv séu að taka sig á. mér fannst nú reyndar mest snilldin að sýna Mary Poppins! en engu að síður, þó svo að ég viðurkenni að dagskrá þessa gamla flykkis sé að taka einhverskonar hamförum, þá er ég ennþá mikið á móti því að þetta sé skyldurás. heima erum við bara með rúv og örbylgjuloftnet; við sjáum ekkert sem íslenska útvarpsfélagið lumar á (þó svo að fjölvarpið verði hugsanlega tekið í sátt bráðlega). en ég vil láta afnema skylduáskriftina!!

Re: Dancer in the Dark ofmetin á Íslandi?

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
það er alveg málið sko… íslenski gagnrýnendur gefa bíómyndum sem innihalda eitthvað íslenskt helst ekki undir þremur stjörnum! veit annars einhver hvort “nei er ekkert svar” fékk einhverja stjörnu á íslandi?

Re: Kvikmyndagagnrýni DV

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
fjúff! ég byrjaði að lesa þessa gagnrýni áðan en svo var ég truflaður af utanaðkomandi ástæðum og hætti því. núna ætla ég ekki að klára hana, því ég á eftir að sjá myndina. takk!

Re: Re: frightners

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
the Frighteners er náttúrulega algert brill, en fyrstu tvær myndir Peter Jackson eru líka stórkostlegar. Heavenly Creatures var náttúrulega vendipunkturinn í ferlinum hans, því áður hafði hann gert myndirnar Bad Taste (sem hann gerði á fjórum árum, um helgar og í fríum, ásamt vinum sínum), Braindead, sem var titluð Dead Alive í Bandaríkjunum af því að önnur mynd á vídjóleigum hét Brain Dead, og Meat the Feables, sem hefur verið lýst sem Prúðuleikurunum á eiturlyfjum. á eftir Heavenly...

Re: Re: Hvort er flottara????????

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 9 mánuðum
ég er meira svona… alfeitur… eða eitthvað

Re: Af Kverju...

í Tilveran fyrir 23 árum, 9 mánuðum
ég gæti ekki verið meira sammála þessu með tónlistina. þó það sé búið að bæta harðkjarna inn í þetta, þá segir það sig sjálft bæði að það er sko ekki öll tónlist harðkjarni og það hlusta ekki allir á harðkjarna…<br>persónulega hlusta ég á svona …tja… tónlist; æ, svona mogwai, godspeed og tortoise og þetta, en svo hlustar jú þorri íslendinga á einhverja svona iðnaðarframleidda tónlist (commercial), en engin getur sagt neitt um það af því að það er í raun óviðkomandi midi og mp3… aye?

Re: oobe

í Geimvísindi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
ok, ég veit þetta hljómar ábyggilega asnalega (soldið eins og þeim sem ekki fylgjast með star trek, finnst trekkara samkomur asnalegar (eins og mér)) en ég hef nefnilega verið að reyna svona oobe líka sko, án árangur. ég hef komist mjög langt. (ég held) að ég hafi jafnvel losnað alveg… en komst ekki út. auðvitað get ég á móti ekkert fullyrt um það að það hafi verið tilfellið; ég meina, ég hef aldrei upplifað það alveg. en hvað gerir þú til að reyna? ég er með einhverjar bækur og er að reyna...

Re: Trúið þið á drauga???

í Dulspeki fyrir 23 árum, 9 mánuðum
ég trúi alveg á drauga; en ég er nú líka þekktur fyrir að vera ofur trúgjarn. reyndar held ég líka að málið með vinsældir þessarar drauga og andatrúarstefnu sé að þar er síðasti óútskýrði hlekkur í þessum heimi. náttúrufræðin er svo að segja búin að útskýra sköpunarsöguna (upphaf alls og þróun), og það eru til vísindalegar skýringar á öllu sem fyrirfinnst. ég er ekkert viss um að allir vilji vita svona mikið. það veitir einhvernveginn öryggi að vita til þess að það sé líf eftir dauðann; og...

Re: Íslenska heitið yfir Lucid dreaming

í Dulspeki fyrir 23 árum, 9 mánuðum
ég hef eiginlega verið gjarn á að nota það, en það er eiginlega ekki alveg nógu gott, því að dreyma fyrir um óorðna hluti nefnist líka skýrdreymi…

Re: Lucasarts gefa út góða leiki

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
day of the tentacle var helber snilld… og er reyndar; þó svo að ég spili hann núna bara á nokkura ára fresti til að rifja upp djókið. það er líka einn leikur sem enginn minnist á sem var indiana jones and the fate of atlantis. hann er mest brilliant!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok