,,Jæja krakkar, ef þið þykist hafa lært sporin mega strákarnir bjóða stelpunum upp” Segir frú Þórunn. Eina frúin í skólanum, ef ekki öllu bæjarfélaginu, fimmtug barnlaus eiginkona skólastjórans vandræðalega. Væn kennslukona í íslensku sem hafði því miður fengið þá flugu í höfuðið, öllu heldur áráttu, að það væri prýðishugmynd að nauðga 14 ára börnum í danskennslu. Með stjörnur í augum og hálfdraumkenndar minningar um sín fyrstu dansspor með draumaprinsinum hafði hún talið skólastjóran á að fá henni í það minnsta einn áttunda bekkinn, eitt misseri til prufu. Í þungum þönkum yfir hver þessi draumaprins væri sem frú Þórunn hafði verið að tala um lét skólastjórinn eftir henni með semingi og lét henni eftir 8.D.
8.D. er bekkurinn sem ég er í. Ofvaxinn og sundurleitur væru þau tvö orð sem pössuðu best við bekkinn minn. Það væri synd að segja að náungakærleikurinn hafi verið þar mikill og klíkuskapur enginn. Og jafnframt synd að tala um mig sem vinsælan náunga innan raða bekkjarins. Að ég var frekar þybbinn og aðfluttur auðveldaði mér síður en svo að aðlagast hinum svokölluðu bekkjarfélögum mínum.
Og jafnvel þótt frú Þórunn meinti vel hafði hún ekki skilning á því kvalræði sem hún var skapa sumum.

Með í huga hvað hafði gerst síðast þegar stelpurnar fengu að velja og skyldu mig eftir einann óvalinn til að dansa við kennarann, fikra ég mig aftastur í hópnum yfir salinn. Ætlaði að velja síðastur, passa sig sérstaklega á því að vera ekki of “pikkí”, ég verðskuldaði ekkert nema afganganna, alla vegna ef ég ætlaði ekki að lenda í neinum skandal. Lít á afskræmdan svip Makarí vinkvennanna tveggja sem eru einar eftir óvaldnar. Ákveð að láta slag standa. Á leiðinni sé ég fyrir mér fýlulega svip annarar þeirra og veit nákvæmlega hvað hún er að hugsa:

,,uuuu…. ég var valin síðust, ætla ég að sitja uppi með HANN, ég trúi þessu ekki. Alla aðra en HANN. Þetta feita viðrini… ekki HANN!”
Oh, hvað ég er ömurlegur.

Þegar ég er kominn yfir hneigi ég mig rjóður og ömurlegar feiminn fyrir henni. Í sömu andrá og hún stendur upp fyrir mér heyri ég hana hvísla að vinkonu sinni:
,,jæja, þetta hefði sosum geta verið verra.”

!!!
Ég trúi þessu ekki. Ég er langt frá því að verstur. Langt frá því. Og um leið verð ég ástfanginn af henni fyrir lífstíð. Það var sjálfsöruggur herramaður sem dansaði með annarri Magarí vinkonunni og lét sig dreyma um hjónaband og barneignir.