Um daginn fór ég á myndina “Nói Albinói” og fannst hún
stórgóð. Bráðfyndið byrjunaratriði kom manni í skapið fyrir mikið
grín sem reyndar var til staðar alls staðar í mydninni. Leikstjóri
var Dagur Kári, en þetta var frumraun hans sem leikstjóri og
hann er leikstjóri framtíðarinnar að mínu mati. Flestir leikarar í
myndinni hafa aldrei leikið áður, varla farið á leiklistarnámskeið,
en sumir voru nú leikarar að mennt. Það er skemmtilegt að sjá
frumraun margra leikara, en aðalleikarinn Tómas Lemarquis
sem lék Nóa, var dásamlegur í myndinni og lék eins og engill.

Kvikmyndin hefur komið út í mörgum löndum og hefur verið
endurleikin aftur og aftur í nýjum og nýjum löndum en þessi
íslenska útgáfa er yndisleg. “Nói albínói” hefur sópað að sér
verðlaunum í þeim löndum sem hún hefur verið gefin út í og
hún á það fyllilega skilið hér líka.

Myndin er um u.þb. 15-16 ára strák sem býr í bæ undir
hættulegu fjalli sem getur látið snjóflóð fara af stað á hverri
stundu. Nói er sérstæður í útliti, alhvítur og nauðasköllóttur,
eins og ekta albínói. Nói gefur frat í námið en hann heldur sér í
skólanum vegna vináttu við skólastjórann. Hann er semsagt
sérstæður í útliti og gefur frat í skólann og það gerir íbúum þá
skoðun á honum að hann sé bæjarfíflið. Hann býr hjá ömmu
sinni og faðir hans er til staðar nálægt, en faðir hans er mikill
reykingamaður og alkóhólisti en gerir allt fyrir son sinn. Ljósi
punkturinn í lífi föðurins er karaókísöngur hans á búllunni í
bænum.

Ljósu punktarnir í lífi Nóa er maltdrykkja hans, felustaður hans
ofan í kjallara, vinur hans bóksalinn og aðkomugesturinn Íris,
dóttir bóksalans, en hún vekur von í brjósti hans við að flýja
burt frá þessum hundskinnsútnára, alla leið til Hawai!! Þau eru
fljót að byrja að vingast við hvort annað og fljótt eru þau orðin
mjög náin.

Skyndilegur sorglegur endir í myndinni gerir “Nóa Albínóa” að
(eins og Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðsbíógagnrýnandi
orðaði það..) “bráðfyndinni og dökkleitri gamanmynd” en sú
blanda kemur vel út í “Nóa Albínóa”.

Aðalleikarar eru: Tómas Lemarquis (Nói) Elín Hansdóttir (Íris)
Þröstur Leó Gunnarsson (faðir Nóa) og Hjalti Rögnvaldsson
(bóksalinn)
Leikstjóri: Dagur Kári

Ég gef myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum, ***/****,
bráðfyndin gamanmynd með dökkleitum söguþræði.

LPFAN