Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

rfm
rfm Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
1.018 stig
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.

Re: Best að sjá hvort það þekki þetta ekki allir!

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Frábær mynd og Natalie orðin fullþroska leikkona, alveg mögnuð í Closer.

Re: Grein 1. Byrjendur í uppbyggingu vöðva.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já þetta er náttúrulega ein æfingaaðferð sem er góð. Það má deila hvort hún sé betri en önnur en við myndum aldrei komast að niðurstöðu. Súpersett hentar sumum í uppbyggingu, ekki öðrum. Hún hentar þér sem er bara gott mál, ég persónulega æfi aldrei í súpersetti en það er af því að það hentar mér ekki. Ég vil hvíla á milli áður en ég fer í næstu átök. Ég myndi aldrei meika æfinguna ef ég tæki súpersett í gegnum 5-7 æfingar. Ég var allavega að skrifa framhald af þessari grein, ég bíð bara...

Re: Sterar?

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Btw, ertu að nota prógrammið sem ég sendi þér? Hvernig gengur? Sáttur við það?

Re: Hvaða mynd er þetta?

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þekki þessa ekki, því miður. Kannast ekki heldur við leikarann.

Re: Í bíó - The Exorcism of Emily Rose

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já það er aldeilis. Bjóst ekki við neinu af þessari mynd en það er spurning að skella sér á hana eftir þessa gagnrýni… sjáum til.

Re: Bítlaávarpið

í Bækur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Sorry, las hana greinilega of hratt yfir :-) Ég er einmitt að lesa Bítlaávarpið núna og hef gaman af. Greinilega bók eftir Einar Má, stíllinn hans er auðkenndur.

Re: Bítlaávarpið

í Bækur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er ágætis grein. Þú gleymir hins vegar að nefna að bókin á að gerast á tímum Bítlana, þ.e.a.s. á 7. áratugnum.

Re: Sterar?

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já það er eflaust mikið um það. Hvernig er hægt að verða svona ótrúlega vöðvamikill án nokkurrar hjálpar einhverja ólöglegra efna? Það er ekki hægt. Ég held að sterar fari úr líkamanum á þremur mánuðum svo þetta fólk passar sig á því að hætta tímanlega fyrir mót svo það komist í gegnum lyfjaprófið. Það er allavega mjög auðvelt að verða sér úti um stera. Mér hafa verið boðnir sterar oftar en einu sinni.

Re: Kreatín

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það á eingöngu að taka kreatín strax eftir æfingar, blanda því út í vatn og skella því í sig í einum grænum. Það virkar langbest þannig. Af hverju ertu annars á kreatíni? Þarftu þess?

Re: Kreatín

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nei það er alrangt, aldrei að taka það á morgnana.

Re: Grein 1. Byrjendur í uppbyggingu vöðva.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er mikil hætta á því að byrjendur fari að maxa þyngdir í hinum og þessum æfingum, sérstaklega brjóstaæfingum og bicep æfingum. Með því að láta byrjendur taka súpersett 2x15 er minni hætta á því að þeir fari að sprengja sig á fyrstu æfingunni. Ég veit ekki hvort þú veist það en það er mjög hollt fyrir líkamann að toga og ýta til skiptis, þannig fæst það besta úr líkamanum. Samanber bekkpressa og niðurtog - það er ýtt í bekkpressu og togað í niðurtogi. Það er best fyrir byrjendur að byrja...

Re: Grein 1. Byrjendur í uppbyggingu vöðva.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Tja … það er spurning. Í rauninni þarftu þess ekki en þú þarft samt sem áður að fá öll næringarefnin sem líkaminn þarfnast. Vöðvarnir eru alltaf að vaxa og jafna sig, jafnvel þegar þú ert að hvíla. Þú getur borðað minna, passaðu þig bara á að fá allt sem þú þarft.

Re: Grein 1. Byrjendur í uppbyggingu vöðva.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er fínt mál að taka brjóst og þríhöfða saman, eitt af prógrömmunum sem ég sendi þér - “Strength” - er þannig upp sett. Þá er bak og bicep saman á fyrsta degi, síðan brjóst og tricep og á þriðja degi fætur og axlir. Þetta er bara ein æfingaaðferð og hún virkar vel.

Re: Grein 1. Byrjendur í uppbyggingu vöðva.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þarna verð ég að koma með athugasemdir á svar þitt. Súpersett á alltaf að gera þegar maður er byrjandi. Fólk á bara að taka léttar þyngdir og halda púlsinum fyrir ofan 100. Það á ekki að byrja á miklum þyngdum eins og ég tók fram. Súpersett er ekki erfitt ef tekið er bara létt. Varðandi að taka fætur og axlir saman, þá meinti ég eins og ég sagði hnébeygur/fótapressu á móti öxlum. “…og á móti fótum (þá aðallega hnébeygjum eða fótapressu) tekurðu axlir.” Það á auðvitað alltaf að taka leg curl...

Re: Grein 1. Byrjendur í uppbyggingu vöðva.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta prógram er sett upp fyrir þá sem eru að byrja að byggja sig upp. Þú ert að gera rétt. Það er hægt að hafa mismunandi útfærslur af þessu, það er svo sem ekkert vitlaust að breyta til og taka bicep og tricep á einni æfingu og bak og brjóst á þeirri næstu.

Re: Roy Keane hættur hjá Man.Utd!

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já ég hugsaði um það en mér fannst þetta svo merkileg STÓRfrétt að ég ákvað að setja þetta á forsíðuna. Vona að þetta sé í lagi.

Re: Veit einhver hvar hægt er að leigja...

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Das Boot hefur verið til sölu hjá BT ef ég man rétt, á undir þúsund kall. Eða var það Bónus? Hmmm … hún er allavega einhvers staðar seld ódýrt.

Re: Gettu nú

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já ég vil ekki eyðileggja fönnið hjá hinum … þannig að ég segi bara PASS.

Re: Þoka

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nei það er rétt.

Re: Þoka

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er bara einhver móttökustöð fyrir gervihnetti! Allavega lítur þannig út :S

Re: Þoka

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú ert að fokking grínast í mér gaur!!

Re: Tilvitnanir

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Peturp ætti að vita það, hann er Die Hard fíkill.

Re: Vöðvastyrking.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jú ætli það ekki.

Re: Vöðvastyrking.

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú gætir lesið svör mín á eftirfarandi korki, þar eru margar gagnlegar upplýsingar einmitt um það sem þú spurðir um. http://www.hugi.is/heilsa/threads.php?page=view&contentId=2672460

Re: Að sjokkera vöðvana

í Heilsa fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ekkert að því, hvar sagði ég að það væri eitthvað að Cheeriosi?? Hvergi. Ég sagði honum að sleppa sykruðu morgunkorni eins og Honey nut eða Cocoa Puffs.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok