Kvöldið!

Ég er 14 ára strákur og er að leita leiða til að auka vöðvamassa, samt ekkert öfgafullt en ég hefði ekkert á móti því að vera töluvert sterkari.

Ég er í fótbolta og er bara svona medium sterkur og ég er 173 og 52 kíló, mjög grannur og ekki beint vöðvamikill. Er samt með sterkan maga og já, er alveg þokkalega sterkur í fótbolta og með gott þol.

Getur einhver sagt mér frá æfingum sem er gott að gera og hvaða matur er orkumikill og góður í svona?

Er að leitast við að styrkja upphandlegssvöðva, brjóstkassa, læri, kálfa og bak. Bara eitthvað einfalt.. Tilbúinn að leggja mikið á mig til að komast í ofurgeðveikt form fyrir Faxaflóamótið.

Takk.