Ég er að fara að byrja í MR og er búin að kaupa flest allar bækurnar sem þarf að kaupa, (nema auðvitað þessi MR hefti sem verða seld í skólanum) þá fór ég að pæla í stílabókum og þannig.

Eruði með bækurnar í möppum fyrir hvert fag,og eru skápar þarna til að geyma bækurnar/möppurnar í?
Bý sko í Hafnarfirðinum og þarf þannig alltaf að vera með allar bækurnar með mér á morgnanna sem ég þarf að nota.

Er samt búin að kaupa 5 svona gormabækur með svona blöðum sem hægt er að rífa úr og tvær svona stórar gatamöppur fyrir blöðin.

Hvernig skipulögðu þið ykkur? Öll svör vel þegin! :D