Kannski vill hann skemmta sér. Kannski vill hann prófa okkur. Ég veit það ekki. Ég veit ekkert um Guð. Ég trúi því bara að hann hafi skapað allt og alla. Heimskulegt? Kannski, en það er það sem ég trúi. Það er það sem ég hef tilfinningu fyrir. Þú getur kaffært mig með rökum og átt eflaust eftir að gera það og það eina sem ég mun geta komið með á móti eru hin ósköp veiklulegu rök: ,,Ég trúi, ég þarf ekki sannanir, ég einfaldlega trúi'' Þú spyrð hvernig Guð myndaðist. Ég trúi því að hann hafi...