Núna er ég bara að setja fram mínar pælingar um trú.

Þegar ég var yngri þá var ég svona trúleysingi með barnatrú og fannst það bara gott og gilt, pældi ekki mikið í því. En núna undanfarna mánuði hefur mér fundist eins og ég þyrfti að finna eitthvað til að trúa á.

- ég trúi því að mennirnir skapi trúna, það var ekki guð sem skapaði okkur heldur sköpuðum við guð.. og þess vegna er erfitt að finnast eins og maður þurfi trú…
- en við sköpuðum trú vegna þess að við þurfum trú.
- ég held að þar sem við sköpuðum trúna þá getum við valið okkur hvaða trúarbragð hentar okkur (þó að flestir séu fæddir inn í ákv. trúgarbrögð og hefðir)
- ég trúi ekki á helvíti og að ég held ekki á himnaríki heldur.
- guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
- trú er góð því þá höfum við til einhvers að leita.
- trú þarf ekki að vera sýnilegt/félagslegt fyrirbæri. það er ekki nauðsynlegt að deila trúnni með einum eða neinum.
- það er ekki þörf á að sækja kirkju eða biðja, einungis að vera í snertingu við sitt innra sjálf og manns eigin hugmyndir um trú. (sem kemur kannski í staðinn fyrir að biðja… eða er einhvers konar bænagjörningur)
- trú fyrir mér jafngildir ákveðnum lífsgildum/reglum sem maður vill fara eftir, t.d. að vera góð manneskja, að gera sitt besta, að láta gott af sér leiða og svo framleiðis… sem sagt nokkurskonar manns eigin boðorð.

Og nú spyr ég ykkur dulspekispekinga…. eru pælingar mínar réttmætar?
muhahahahaaaa