Barn þeirra reykir, eða það er að segja unglingur á 16 ára aldri? Sjálfri finnst mér að þau eigi ekki að gera það þó að ég viti vel að það fari fyrir hjartað á sumum þeirra og sum lýti á það að personan sé að eitra fyrir sjálfri sér,
foreldrar vinna minna skipta sér ekki af þessu, jú, þau verða kannski smá fúl, eða komast fljótlega yfir það og aðrir kaupa actually pakka handa krakkanum.

Ég er nefnilega svoldið pisst hérna, þar sem að foreldrar minir vita að ég hafi reykt (og geri enn en það vita þau ekki), og þau voru ekkert smávægisfúl og misstu allt traust á mér, spyrja mig hvert skipti sem ég er búin að vera úti “Varstu að reykja eða?” og eru ekkert smá hysterical yfir þessu, bara útaf mörgu fleiru í sambandi við þetta svo að ekki drulla yfir það sem ég sagði.

Þau vilja líka meina að ég þurfi að spyrja um leyfi þegar ég fer til vina minna, að ég eigi að vera komin heim klukkan 10, ég má ekki gista hjá kæró, mútt byrjaði bara að drulla yfir hann og segja eitthvað um foreldra hans, að sjálfsögðu ekki í persónu en fyrir framan mig, og að ég ætti að sofa á dýnu á gólfinu og allt.

ég veit að þeim þykir bara vænt um mig, og ég er ekki að vanrækja það neitt og ég kann að meta það, en stundum verða þau að leyfa manni aðeins að anda …

En það sem ég vildi nún spyrja að og gjarnan fá svör..
Finnst ykkur að foreldrar eigi að skipta sér af að maður byrji sjálfur að reykja og að þau geti bannað manni það?

Bætt við 8. febrúar 2009 - 17:16
Okay, takk fyrir svörin. Endilega ekki koma með fleiri svör ef þau eru þau sama og ofangreindu, því að það meikar varla sens að skrifa það sama og aðrir:)ef þið náið því sem ég er að segja ;)
No I wont go to hell!