Nei ég er ekki heimskur. Ég sé heldur hvergi talað um í þessum texta að hann hafi beðið sérstaklega um að vera færður í Elliðaárdal. Ég sé að hann sótti um vinnu sem hann svo fékk, var ekki ánægður með vinnuna og datt ekki í hug að spyrja formlega um að vera færður, heldur sagði bara hvað honum fyndist þetta vera hundleiðinlegt starf og var svo með einhvern kjaft við konu sem kom þarna, og blótaði bara sandi og ösku. Þá var hann færður á annan stað, sem hann er ennþá óánægðari með.