Ég þakka ráðin, þó ég hafi lítil not fyrir þau. Ég er ekki á neinu uppreisnartímabili, ég er einungis að læra á lífið og vil helst gera það út frá minni eigin reynslu og mínum uppgötvunum og tilfinningum, í stað þess að fylgja reglum sem eiga lítið skylt við það sem mér finnst réttast. Ég er ekki viss hvort ég “vantrúi”, ég vil bara ekki trúa á annað en það sem ég hef sjálf reynslu af.