… væni voða ertu orðinn stór (8) :P (Hrekkjusvín, lag ef þið voruð ekki búin að fattað það :D)

Þessi klassíska spurning. Hvað ætlið þið að verða þegar þið eruð orðin “stór”? Mig langaði bara að starta smá umræðu um þetta …


Ég er búin að pæla lengi í þessu og hef oft skipt um skoðun. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða læknir og lækna hnéð hans pabba, þegar hann datt einu sinni :P Svo komst ég að því að ég hafði áhuga á tónlist, næst var það nuddari eða sjúkraþjálfi og svo núna er ég loksins búin að fatta á hvaða sviði ég ætla að vera. Ég hef mikinn áhuga á stærð-, eðlis- og efnafræði og mig langar helst að fara í annað hvort verkfræði eða efnafræði í háskóla. Svo get ég bara fengið vinnu hjá einhverju stóru fyrirtæki :)

Hvað með ykkur?