Ég er búinn að vera að vetla fyrir mér smá pælingu uppá síkastið.
Sumum á eflasut eftir að finnast þetta ósiðlegt, kalt og grimmt og ég vil endilega heyra frá þeim auk allra, maður á alltaf að fá sýn á báðar hliðar málsinns.

Allavegana hef ég verið að velta fyrir mér siðferði í heiminum og hvernig mér finnst þetta vera að snúast uppí ofsiðferði.
Nútíma “siðmenntuð” þjóðfélög leggja mikið uppúr “lífsdýrkun”, þ.e. ofboðsleg virðing og dýrkun á hinu mannlega lífi og þegar aknnski rúmlega 3000 manns látast eins og í World Trade Center (heimurinn er 5 milljarðar ef mig misminnir ekki, jafnvel 6)þá grípur um sig nokkurskonar alheimssorg. Ég er ekki að segja að þetta sé rangt heldur er ég að nota þetta til að skýra mál mitt.

Mér finnst eins og þessi lífsdýrkun sé farin að fara útí öfgar.
Mannveran er dýr, alveg eins og önnur dýr á þessari plánetu. Náttúran hefur sýn tól til að hreinsa til í heiminum þegar henni finnst eitthvað ójafnvægi vera komið á. Eitt af vopnum hennar eru sjúkdómar.
Þróun mannfólksinns hefur verið gífurleg síðustu öldina, sérstaklega í lyfjaþróun gegn banvænum sjúkdómum. Þessi tækni hefur orðið til þess að sjúkdómar sem áður voru banvænir nær undantekningarlaust var hægt að lækna með einni sprautu.

Þá kemur siðferðisspurningin.
Er rétt að stöðva eðlilega þróun náttúrunar með tækni okkar ?
Kenning Darwins segir að hinir hæfustu lifa af. Þannig er það hjá öllum öðrum dýrategundum. Hinir veikburða deyja annaðhvort úr sjúkdómum eða verða rándýrum að bráð. Þetta gerri náttúran að mínu mati til að hreinsa til, til að halda eðlilegri þróun áfram til að styrkja hverja dýrategund fyrir sig.
Mannveran hefur með tækniþróun sinni breitt þessari kenningu í “Allir lifa af svo lengi sem þeir fá rétta sprautu” og þarafleiðandi tel ég að þetta ýti náttúrulega jafnvægi útaf sporinu.
Ekki rugla þessu saman við Nasisma, nasistar vildu út´ryma ÖLLUM nema hvíta fólkinu því að ÞEIR töldu að hvíti maðurnn væri eini sam væri nógu hæfur til að lifa af algjör afskræming á Darwinismanum.
Nei, það sem ég er að reina að varpa fram er hvort það sé yfir höfuð gáfulegt að bjarga fólki sem annars myndi deyja náttúrulegum dauðdaga, þá er ég ekki að tala um sjúkdóma sem maðurinn hefur skapað með lifnaðarháttum sínum heldur er ég að tala um sjúkdóma sem alltaf hafa verið til. Er þetta ekki álíka mikil nauðgun á vitsmunum okkar og að nota þá til að skapa gjöreyðingarvopn ?

Endilega komið með ykkar skoðanir á málinu:)

-Friddi