Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

mancubus
mancubus Notandi frá fornöld Karlmaður
704 stig
“Humility is not thinking less of yourself,

Fegurðin kemur að innan,, eða hvað ? (136 álit)

í Tíska & útlit fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég er haldinn miklum kynþokka-fordómum… Ég verð bara að viðurkenna það, ég veit að ég þarf að taka mig á með þetta. Málið er að mér finnst sumt fólk alltaf vera að reyna að nýta sér útlitið til að fá vilja sínum framgengt. Þetta sama fólk verður svo rosa pirrað ef maður vill ekki lepja úr lófanum á þeim, eins og góður hundur. Ég hef bara einfaldlega séð of mörg dæmi um þetta, þess vegna hættir mér til að setja allt fólk sem mælist ‘fallega-megin’ við miðju undir sama hatt. Þetta er jú allt...

Guð Hatar Homma samtökin.. (221 álit)

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég var að horfa á athyglisverða heimildarmynd á youtube. Þessi mynd er um sértrúarsöfnuð í Kansas, sem er að stórum hluta sama fjölskyldan. Þessi fjölskylda er jafnan nefnd sem mest hataðasta fjölskyldan í Bandaríkjunum. Þessi fjölskylda heldur úti vefsíðum eins og: www.godhatesfags.com , www.americaisdoomed.com , www.godhatesamerica.com , www.priestsrapeboys.com .. og fleiri álíka síður. En í stuttu máli sagt, þá er þetta annars ágæta fólk frægast fyrir það að standa með mótmælaskilti við...

Samkynhneigð og Biblían (156 álit)

í Deiglan fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég hef lengi verið forvitinn um það hvað biblían segir nákvæmlega um samkynhneigð. Ég ákvað loks að láta slag standa og fara efnislega yfir þetta. Ég vill taka það fram að ég tel mig vera kristinn (ásamt ýmsu öðru góðu) og er tilgangur minn með þessari færslu að eyða öllum efasemdum um vilja guðs í þessum málum. Ég vona að ég nái að reka illan anda trúvillu úr einhverjum með þessum skrifum. Þær helstu tilvitnanir sem trúvillingar vitna í eru eftirfarandi (skv. www.bible.org) : 1 Korintubréf...

Skoðanir: Hver þarf þær ? (55 álit)

í Deiglan fyrir 15 árum
Það er svo mikið af skoðunum allstaðar. Það eina sem er leiðinlegra en lélegar skoðanir, eða skoðanir yfir höfuð, er fólk sem hefur mikið af skoðunum! Fólk hefur skoðanir á pólitík, kárahnjúkum, umhverfismálum, fótbolta, trúmálum, mat, tónlist, kvikmyndum.. og svona mætti lengi telja. Margar skoðanir eru bara álitamál, eða smekksatriði, sem hver og einn má alveg eiga útaf fyrir sig og ætti ekki að skipta okkur hin nokkru máli. Það nýjasta nýtt með skoðanir eru svona þættir í sjónvarpinu,...

Áfengis og vímuvarnir: Viðhorf stjórnvalda og almennings (98 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum
Áfengis og vímuvarnir: Viðhorf stjórnvalda og almennings Það er mikið búið að ganga á í áfengis of vímuvörnum landsins undanfarinn áratug. Hver man t.d. ekki eftir því þegar ísland átti að verða eiturlyfjalaust árið 2002. Síðan eru liðin mörg ár og sér vart högg á vatni, því enþá flæðir allt í fíkniefnum og áfengi. Jú, það hefur vissulega margt gott runnið frá ráðamönnum þjóðarinnar þegar kemur að þessum málum, t.a.m. stofnun áfengis og vímuvarnarráðs, sem heyrir nú undir lýðheilsustöð....

Praktísk notkun Fimmundarhringsins fyrir ALLA (20 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Fimmundahringurinn er notaður til að finna hvaða formerki eru í hvaða tónstigum/tóntegundum.Ég vísa hér í grein sem var skrifuð hér á þessu áhugamáli sem útskýrir að hluta ágæti fimmundarhringsins. Þetta er vissulega rétt sem kemur fram í þessari grein, en mér finnst þetta aðeins vera brot af notagildi fimmundarhringsins. Ég les ekki nótur (mikið) en nota samt fimmundahringinn mikið. Ákvað ég því að skrifa grein sem útskýrir praktískt notagildi fimmundarhringsins fyrir ALLA hljóðfæraleikara...

Hvað er popp tónlist? (67 álit)

í Popptónlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Mig langaði að skrifa stutta grein um hvað popp tónlist er raunverulega. Það virðist vera mikill misskilningur í samfélaginu og hér á huga m.a. hvað flokkast sem popp tónlist. Ætlunin með þessari grein er að leiðrétta þennan misskilning og opna huga fólks fyrir því hvað popptónlist er og snýst um. Við skulum byrja á alfræði-orðabókinni góðu: http://en.wikipedia.org/wiki/Pop_music “Pop music, in popular and contemporary parlance, is a subgenre of popular music. Since the term spans many rock,...

Spontant Komment (12 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 1 mánuði
ég var að ganga í mestu rólegheitum heim úr bíó eitt sunnudagskvöldið (fahrenheit 911). þrír félagar á röltinu að tala um allt samsærið og gæði myndarinnar. nema hvað þarna ganga framhjá okkur fjórir krakkar (16-18 ára). og ein stelpan segir sona casually: “þú ert ljótur!” vinkona hennar hlær eikkað gelgjulega og þær ganga bara áfram í hina áttina. ég var of hissa til að segja nokkuð, nánast ringlaður, og gekk því bara áfram með félögunum. en svo fór ég að hugsa: ég er orðinn of gamall til...

the platform (jólagjöfin frá mér í ár ;) (8 álit)

í Raftónlist fyrir 18 árum, 9 mánuðum
I am going to tell you about the time I escaped from the platform…I had lived there all my life…The wall, none know why its there…Some say the caretakers go there…There was a hole in the wall where I used to sleep…Looking through it I would dream about the stars…And eventually I found a way to get out into the night…Every day I ventured a little further…I could not help wondering where the caretakers were…It seemed like there was just an endless space in all directions…I tryed reaching out,...

bömmer (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
mig dreymir, ég vakna. mér er réttur sími. hver er þetta. vinkona mömmu? afhverju er ég að tala við hana? mig dreymir, ég vakna. enginn sími. ég geng upp stigan. rauðar gifs plötur? smiðurinn hefur verið hér. lít út um gluggan. nýja íþróttahúsið, hefur verið málað rauðum lit. mamma hefur farið í bakaríið. en það er ekkert brauð á borðinu, bara peningur. lít út um gluggan. mig dreymir, ég vakna. engin sími, engar rauðar gifsplötur. ég geng upp stigan. smiðurinn er í heimsókn. á borðinu, engin...

miles og múgæsingur (14 álit)

í Danstónlist fyrir 19 árum
miles og múgæsingur Já krakkar mínir, við lifum á áhugaverðum tímum þar sem kvikmyndastjörnur segja okkur hvernig við eigum að vera. Dósahlátur segir okkur hvenar hlæja skal, hópsöngur segir okkur að það sé normalt að syngja með, og tónlist kvikmynda gefur í skyn hver vondikallinn sé. Við getum pantað tilbúinn mat heim að dyrum sem kostar meira en margir munu nokkurntíman eignast. Og við getum keypt gervi kerti… Ekki gleyma ljósabekkjunum sem hjálpa okkur að líkjast betur fólkinu í...

Bygging tónlistar. (39 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 1 mánuði
Halló! í framhaldi af ágætri en ekki nógu fjörugri umræðu um hljóm og strúktúr og fleira sem gerir góða tónlist fór ég að spá aðeins, nefninlega hvernig lög sem fólk er almennt að fíla eru byggð, vers-korus-vers pælingin og þvílíkt. Ég hef nú ekki mikið spáð í þessum fræðum hingað til þó svo að auðvitað hlýtur tónlistinn manns að vera eitthvað lituð af þessu þar sem það er held ég stuðst við þetta í nánast allri tónlist sem við heyrum. Svo að núna er kominn tími til. Ég veit sosem ekki hvað...

Þriðja hliðinn. (8 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 4 mánuðum
ok, þetta er restin. sorrí að vera að troða þessu svona í tvær greinar. og þeir sem eru ekki sáttir við að mar auglýsi lögin ættu bara að gera það líka svo að ég líti ekki illa út:). kanski ættu bara allir að brenna músíkina sína á disk, henda honum inn í skáp og henda skápnum niðrí kjallara :) neinei,þetta er ókeypis ódýr tónlist svo að verið ánægð ;Þ shore og little black flower eru nýju lögin í þessum skammti. <a href="http://static.hugi.is/stuffnfiles/mp3/files/hEAd_-_dB_wrkZ.mp3“>dB...

Skíðabúnaður og margt fleira. (11 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 4 mánuðum
(Várúð, intens enskuslettur!) Júmm, vegna þess að nú er farin af stað raftónlistarkeppni á hugi.is ætla ég að stunda hér svolítið plögg og reyna að kynna þau lög sem munu reprísenta hEAd í þessari ágætu keppni. Þetta er sirka helmingurinn btw. Hvort sem það eru ný eða gömul lög þá eru þetta allt ný mix. Athygli skal vakinn á því að ég ætla að vera mjög hlutdrægur í mínu máli og hrósa okkur óspart ;) einnig skal vakinn athygli á að með því einu að smella með músarbendli á nafni lags er hægt...

Um tónlist. (56 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Um tónlist. mig langaði að koma af stað léttri umræðu um tónlist. s.s. hverjar væntingar fólks eru til tónlistarinnar, hver er tilgangurinn, afhverju er hún skemmtileg og whatnot. Svo að ég ætla að byrja á að tíunda það sem ég hef lært um tónlist á mínum stutta og vafasama ferli ;Þ Um Rythma. Það er ekki laust við það að nútímatónlist snúist að miklu leyti um rythmma. Ég þori ekki að lofa neinu en ég er nokkuð viss um að orðið rythm sé stytting á orðinu algorythm(algrím) sem þíðir í raun...

Frútílúps 3.4, bara best! (23 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 5 mánuðum
ég var að skoða Fruity 3.4 í gær og ég verð bara að segja að frábært forrit er orðið miklu betra. búið að bæta við fullt af sniðugu stöffi: activity meter fyrir allar rásir channel layering s.s. getur látið margar rásir birtast sem eina og látið þær allar gera það sama osfrv. hægt að sjá bara synths,eða pads, eða drums með single click frútí klukka(beat og tími), jeij loksins hægt að sjá lengdina ánþess að kompæla lögin:) frútí dB meter, passa uppá clipping. frútí sample sctratcher,...

ný lög (16 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 6 mánuðum
tvö ný lög. soldillmainstream keimur af þessu í þetta skipti, en ég lofa því að það verður ekki mikið af því samt:) þessi lög eru búin að vera töluvert lengi í smíðum svo að þetta er ekki mjög líkt því sem ég er að dunda við í dag. ég ætla að reyna að giska á hvaða tónlistarstefnur þessi lög gætu flokkast undir. <a href="http://www.electronicscene.com/tracks/225/1813/1/1/0/head_-_dB_wrKz.mp3“> dB wrKz </a> : þetta er svona nettur technodans fílingur. skemmtilegar melódíur. flottur vókall?:)...

Fantasia 2000 (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég fékk um dagin lánað hjá félaga mínum Fantasia Legacy DVD safnið. Það var nú samt aðallega til þess að horfa á upprunalegu fantasia myndina sem ég er mjög svo hrifin af, en ég ákvað að taka bara allt safnið þannig að ég gæti nú kíkt á Fantasia 2000 ef ég hefði ekkert betra að gera. Ég hafði nefninlega heyrt að Fantasia 2000 væri:“ekki góð”, “frekar leiðinleg” og “lélegt rippoff af fyrstu myndinni”. Þannig að ég var nú bara nokkuð viss um að hún væri þvílíkt flopp. En stundum er mar...

MIDI vs SOFTWARE (33 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mig langaði að koma af stað smá svona hardware/software umræðu. Ég hef núna síðustu 4 ár verið að fikta við að smíða músík, og hef notast við frían hugbúnað:freeware,warez(ok stolin þá:) og demo jafnvel. Svo að ef frá er talið allt gítar dótið og tölvan þá hef ég aldrei borgað krónu í “studio”-ið(þar til nýlega). það var árið 1929 sem einhver snillingur fann upp tíðnigjafa í einhverjum tilgangi sem ég veit ekki hver er. 1955 smíðuðu Olsen og Belar fyrsta synthesizerin í þeim tilgangi að gera...

supercalifragilisticexpialidocious... (5 álit)

í Raftónlist fyrir 19 árum, 10 mánuðum
…átti þetta lag að heita en mig hefur alltaf langað að gera lag sem heitir <a href="http://www.electronicscene.com/tracks/225/496/1/1/0/head_-_one_for_the_drones.mp3“>one for the drones</a>, og þetta lag er akkúrat drone lag. líka ég vill ekki lenda í málaferlum við disney ;) allavega þá er þetta algert aphex lag. það er samt bara tilviljun sko. hver sagði að aphex twin væri eitthvað svakalegur, það var ekkert mál að gera svona mechanical bull ;) svo annað nýtt. og kanski bara miklu betra....

Vítamínin komin! (5 álit)

í Danstónlist fyrir 19 árum, 11 mánuðum
eins og ég sagði, það er engin lýgi að amma sagði að ég væri geimvera. og hún gaf mér líka vítamín. svona undarlegir hlutir geta auðveldlega gerst. svo að það er við hæfi að skýra nýju smáskífuna okkar vitamin. hér eru vítamínin í réttri röð: <a href="http://skynvilla.is/head/Files/v1_hrmscrm.mp3“> hrmscr</a> <a href=”http://skynvilla.is/head/Files/v2_Electro.mp3“> Electro</a> <a href=”http://skynvilla.is/head/Files/v3_basss.mp3“> bassassimification</a> <a...

world war II í bakgarðinum (13 álit)

í Dulspeki fyrir 20 árum
ok. mig dreymdi alveg fáranlegsta draumin í nótt. og það sem hræðir mig mest er að ég man venjulega aldrei hvað mig dreymir. allavega, here goes: ég er staddur í garðinum hjá ömmu þar sem ég átti heima þegar ég var 0-4 ára og það er nótt. nema hvað þetta er stríðsvöllur og það er fullt af fólki þarna(hermönnum s.s.) bæði bandamönnum og síðan óvinum sem koma að til að ræða uppgjöf og/eða samruna þjóða eða eitthvað slíkt. einhverra hluta vegna þá veit ég að ég er þarna staddur með breska...

Nýtt Ali-G stuff! (8 álit)

í Borat, Ali G og Bruno fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég var að skoða nýtt ali-g stuff í gær. The best of Borat og Posh&Beck Interview. Best of Borat er með nokkrum nýjum atriðum þar sem hann er heima í kasakstan og er að kynna gömlu atriðin sem eru í þáttunum (flest). vel þess virði að skoða. Svo er það viðtalið við Posh-Spice og David Beckham sem er tekip úr Comic Relief sem er einskonar söfnunarátak til góðgerðarmála. Skemmtilegt viðtal, ali er heldur ekkert að skafa af því þegar hann ræðir við þetta umdeilda par. annars er á þessari sömu...

Lélegasta lagið... (4 álit)

í Raftónlist fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Núna er raftónlistarkeppnin er ný búin og búið að velja bestu lögin. fjölmargir tóku þátt og er greinilega mikil gróska í íslenskri raftónlist. allavega að efninu… Mér datt í hug að halda aðra svona follow-up keppni um lélegasta lagið. aðeins eitt lag á listamann. lagið má ekki vera lengra en hálf mínúta (svo einhver nenni að hlusta á það) og það má ekki vera lélegt að því leiti að það er bara endurtekning. og það verður að vera í takt. ég býð einnota myndavél(notaða) og áldall í verðlaun...

Vantar nafn! (26 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
ég var að fá mér ketling núna um helgina. hann er grábröndóttur högni með hvítan botn. eins mánaða gamall. fyrst þegar við hittumst var hann frekar hræddur við mig en hann svaf við hliðiná mér strax fyrstu nóttina. ég á annan kött sem er fullorðin læða og semur þeim tveim mjög illa. reyndar það illa að Tanja (læðan) ræðst á hann og klóraði. allavega, mig vantar nafn á kisa. ég hafði alltaf ætlað mér að skýra hann Cobain eða kurt eftir þið vitið hverjum en nafnið þarf helst að vera eitthvað í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok