Fegurðin kemur að innan,, eða hvað ? Ég er haldinn miklum kynþokka-fordómum… Ég verð bara að viðurkenna það, ég veit að ég þarf að taka mig á með þetta. Málið er að mér finnst sumt fólk alltaf vera að reyna að nýta sér útlitið til að fá vilja sínum framgengt. Þetta sama fólk verður svo rosa pirrað ef maður vill ekki lepja úr lófanum á þeim, eins og góður hundur.

Ég hef bara einfaldlega séð of mörg dæmi um þetta, þess vegna hættir mér til að setja allt fólk sem mælist ‘fallega-megin’ við miðju undir sama hatt. Þetta er jú allt ‘vont fólk sem hefur aldrei þurft að dýfa hönd ofan í kalt vatn’, ‘flagð undir fögru skinni’, ‘svikult pakk sem vill komast áfram á einhverju öðru en verðleikum’. Þetta ‘vonda’ fólk hefur fengið allt upp í hendurnar bara með því að brosa sínu fallega brosi og þykjast vera voða kammó, alveg óþolandi móðgun við skynsemi mína þegar fólk reynir að nota einhver svona ódýr trix eins og að brosa og setja upp einhvern hvolpa svip.

Ég tel mig sjálfan vera þeim megin við línuna sem hallar að ljótleika, því til staðfestingar hefur þetta hefur oft verið sagt við mig, beint eða óbeint, einnig sagt um mig við aðra.. Ég get einnig nefnt mörg dæmi um hvernig komið hefur verið fram við mig eins og ég sé þroskaheftur eða á einhvern hátt annars flokks manneskja sökum þess eins hvernig mitt ytra yfirborð er. (ekki að ég telji þroskahefta annars flokks)

Blindni fólks á þessa staðreynd er oft alveg ótrúleg:

Að heyra manneskju sem getur talist heppinn með útlitið segja: ‘Fegurðin kemur að innan’ hljómar í mínum eyrum eins og þegar Marie Antoinet sagði ‘látum þau borða kökur’ um fólk sem átti ekki fyrir brauði. Gakktu um með einhverja ógeðslega málningu í framan í einn dag, sjáðu hvernig framkoma fólks í þinn garð breytist.. segðu mér svo að fegurðin komi innan frá!

Aðrir segja: ‘Fegurðin er afstæð’ .. Það er líka algjört kjaftæði! fegurðin er álíka afstæð eins og rassinn á mér. Þú myndir ekki vilja kyssa rassinn á mér, því hann er töluvert ljótari heldur en Brad Pitt. Það er líka mjög einfalt að sýna fram á hvað er fallegt og hvað ekki, og það hefur verið rannsakað margsinnis, með því einfaldlega að sýna fólki myndir af öðru fólki. Það kemur þá í ljós að það eru skýr einkenni sem fallegt fólk hefur. ‘Symmetrískir andlitsdrættir’ er sú breyta sem virðist hafa mest áhrif á það hvaða fólk okkur finnst fallegt.

Rannsóknir sýna ennfremur að strax á leikskóla-aldri byrjar útlits flokkunin, og fullorðnir eru tilbúnir að gera meira fyrir börn sem eru talin falleg, viðkomandi börn læra að spila inn á þetta og notfæra sér dýrmætustu fasteignina (útlitið) strax frá blautu barnsbeini. Þetta heldur síðan áfram út alla skólagönguna, þú átt að vera með þínum hóp: ef þú ert ekki fallegur eða íþróttamannslega vaxinn, þá átt þú kannski ekki að vera í íþróttum, þú átt að vera að nördast einhverstaðar með bólugröfnu gleraugnaglámunum. ‘Svarta fólkið situr aftast í rútunni, hvíta fólkið fremst.’

Mismununin hættir ekki eftir að skólagöngu líkur. Kannanir sýna að fallegt fólk er mun líklegra til að: fá góða vinnu, betri laun, góðan maka, stofna fjölskyldu.. svo lifir fallega fólkið líka lengur, vegna þess að það er með ‘symmetríska líkamsbyggingu’ ..en rannsóknir benda til að það hefur líka heilmikið að segja um heilbrigði og lífslíkur að vera symmetrískur.

Hinsvegar, ef þú er svona annars flokks manneskja frá fæðingu, þú fékkst ekkert sérstaklega góða hendi í byrjun leiks: ekki plata sjálfan þig, þú átt ekki séns á að verða A-týpa, líkt og tískuvöru-framleiðendur, megrunar-iðnaðurinn og sjálfshjálpariðnaður ýmiskonar er að reyna að selja þér. Slíkt gerist bara í Hollywood þar sem ‘ljóta Betty’, sem er að vísu leikin af einhverri bráðhuggulegri skvísu, er alveg svakalega ljót, bara afþví hún er með gleraugu og spangir, en verður síðan (aftur) svaka skvísa bara með smávegis ‘make-over’. (ég hef reyndar aldrei séð þessa þætti, en þetta væri týpískt Hollywood reikningsdæmi)

Svo hvað er til ráða fyrir okkur B-fólkið ?

A: Verum öll rosa leiðinleg við allt fallega fólkið, gefum þeim ekkert eftir, reynum þannig að sporna gegn þessari mismunun með lókalíseruðum aðgerðum sem beinast gegn hverjum þeim sem verða svo óheppnir að verða á vegi okkar.

B: Þú getur tekið þátt í blekkingarleiknum með öllum hinum og látið eins og allir séu í raun við sama borð. ‘Fegurðin kemur innan frá’ segirðu við sjálfa/n þig í hvert sinn sem þér er mismunað á meðan þú lepur úr lófunum á þeim sem allt var gefið í arf.

C: Þú getur neitað að taka þátt í þessu samfélagi, stytt þér aldur eða lokað þig af í einangrun. Þú gætir horfið inn í heim: ímyndunar, tölvuleikja, lesið mikið af bókum.. Búið þér til fantasíu veröld, þar sem borin er virðing fyrir mismunandi sköpulagi og eiginleikum fólks. Þú gætir jafnvel sökkt þér í annarlegt ástand, með áfengi eða fíkniefnum, bara svona til að láta eins og allt sé í lagi í smá stund.

D: Eða þú getur vakið athygli á þessu máli á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, reynt að stuðla að vitundarvakningu í þjóðfélaginu, kallað eftir lausnum á þessum vandámálum. Þannig myndirðu um leið greiða götuna fyrir þeim sem á eftir koma og þurfa að glíma við sömu vandamál.



Mig langar til að stofna samtök þar sem við berjumst fyrir réttindum ljóta fólksins. Samtökin gætu heitað: ‘Ljótu-samtökin’ og slagorð samtakanna: ‘Fegurðin kemur að innan.. í alvörunni!’
“Humility is not thinking less of yourself,