ég var að fá mér ketling núna um helgina. hann er grábröndóttur högni með hvítan botn. eins mánaða gamall. fyrst þegar við hittumst var hann frekar hræddur við mig en hann svaf við hliðiná mér strax fyrstu nóttina. ég á annan kött sem er fullorðin læða og semur þeim tveim mjög illa. reyndar það illa að Tanja (læðan) ræðst á hann og klóraði.
allavega, mig vantar nafn á kisa. ég hafði alltaf ætlað mér að skýra hann Cobain eða kurt eftir þið vitið hverjum en nafnið þarf helst að vera eitthvað í sambandi við persónuleika hans eða útlit. hann er með mjög stór eyru svo að það fyrsta sem mér datt í hug var: Spock og Megas. og þegar ég var að læra undir stærðfræðipróf hafði hann mikin áhuga svo að píthagóras eða pascal kom upp í hugan. hann er latasta dýr í heimi þessi köttur, sefur allan dagin og er samt í fullu fjöri þegar ég fer að sofa(einhverjar hugmyndir þar kanski). allar hugmyndir eru vel þegnar.
“Humility is not thinking less of yourself,