Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Snilldar video :) (6 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Á heimasíðu Taekwondo.is á TKÍ umræðuherberginu er linkur á kynningarhluta frá kvikmyndinni “Kung Pow” sem er að koma. Þetta er snilldarbútur. Búturinn: http://www.taekwondo.is/humor/cow.wmv Umræðuherbergið: http://www.taekwondo.is/default.asp?Doc=250&ID=968&Head=240 Kung Pow myndin: http://www.kungpowmovie.com/ (Ef það kemur eitthvað bil “space” í linkana hér að ofan, takið það bara út. Þetta er einhver galli hér á huga að þeir setja stundum bil í linka.)

Nýr Landsliðsþjálfari valinn (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Grein frá www.taekwondo.is ————————— Á síðasta TKÍ fundi sem haldinn var nú á dögunum, var Sverrir Tryggvason valinn sem landsliðsþjálfari Taekwondo á Íslandi. Sverrir hefur langa reynslu í sparring (bardaga), og hefur sjálfur unnið til margra verðlauna á mótum innanlands og utan. Sverrir hefur æft íþróttina síðan 1989, og hefur í dag 2. dan. Ákvörðun TKÍ um að Sverrir Tryggvason verði landsliðsþjálfari, var samþykkt samhljóða. Sverrir er þessa dagana að vinna í skipulagningu og dagskrá...

Hefur þú keppt erlendis? (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum

Í hvernig formi ertu? (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum

Stofnfundur TKÍ (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Áhugaverð grein frá taekwondo.is: ——————- Stofnfundur TKÍ Stofnfundur Taekwondosamband Íslands, skammstafað TKÍ, var haldinn þriðjudaginn 17. september kl. 17:15 í ÍSÍ miðstöðinni í Laugardal. Á dagskrá fundarins voru formaður og nefndaraðilar kosnir auk þess sem táknmynd TKÍ var samþykkt. Fundurinn var vel sóttur, fólk frá öllum taekwondofélögunum mættu ásamt fólki frá ÍBR og HSK. TKÍ er 24. sérsamband innan ÍSÍ. Fundurinn hófst með ávarpi Ellerts B. Schram forseta ÍSÍ. Í ávarpinu sagði...

Nýgræðingi vantar upplýsingar (5 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég hef áhuga á að fara út í electronic eða trance tónlist. Var að leika mér í svona trackforriti einu sinni, en var ekki sáttur með sömplin því þau voru oft ílla sömpluð. Hvað á maður að kaupa sér, og getur maður notað PC vélinna (er með öfluga vél) í þetta? Hvaða forrit eru best á markaðnum, ég fíla track forrit, en hef ekki fundið neitt gott. Á ég að kaupa mér eitthvað sampler-bankakort í vélinna??? Endilega sendið mér svona 101 help í þessu málum, og endilega góða linka líka, þar sem ég...

Taekwondo Ísland með tilboð (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég sá á heimasíðu Taekwondo Ísland að þeir eru með tveggja vikna tilboð til þeirra sem vilja byrja æfa Taekwondo í hvaða félagi sem er á Íslandi. Ég held að þetta sé standard hjá félögunum að keyra tveggja vikna frían æfingartíma fyrir nýbyrjendur. En allavega, ef þið viljið byrja að æfa þessa göfugu íþrótt, bendi ég á http://www.taekwondo.is.

Heimasíða Taekwondo Ísland uppfærð (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Frétt frá Taekwondo.is heimasíðunni. ——– Heimasíða Taekwondo Ísland uppfærð Taekwondo Ísland heimasíðan hefur fengið nýtt útlit. Árið 1994 leit fyrsta útgáfa Taekwondo Ísland heimasíðunni dagsins ljós, og var hún fyrsta íþróttasíða fyrir einstaka íþrótt á Íslandi. Internetið eins og við þekkjum það í dag var nýtt af nálinni. Ekki er hægt að segja að þessi fyrsta síða hafi verið mjög umfangsmikil, en hún var aðallega sett upp svo að fólk gæti kynnst íþróttinni og innihélt upplýsingar um þau...

Æfir þú annað með þinni bardagalist? (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 7 mánuðum

Bardagalist í Hveragerði eða á Selfossi? (2 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Vildi bara spyrja hvort einhver vissi um hvort sjálfsvarnar eða bardagalistir séu kenndar einhverstaðar í nágrenni Hveragerðis eða á Selfossi? Judo, Karate eða eitthvað annað? Endilega sendið mér póst ef þið vitið um slíkt, eða svarið þessari umræðu með heimilisfangi og símanúmer félagsins. Takk!

Ferðu á mót í sumar? (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum

Tvö áhugaverð mót í Taekwondo (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég sá á www.taekwondo.is upplýsngar um tvö mót, heimsmeistaramótið 2002 í Japan og Wonderful Copenhagen 2002. Engir keppendur af norðurlöndunum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu. Vitið þið afhverju? WCTT mótið er kannski meira spennandi fyrir okkur hér. Fara einhverjir frá Íslandi í ár? Fer Björn á mótið? Ég læt einnig fylgja fréttirnar frá taekwondo.is hér að neðan: —- Heimsmeistaramót Taekwondo 2002 WTF Þann 16.-19. júlí, verður heimsmeistaramótið í Taekwondo 2002 haldið í Tokyo, Japan....

Ferðu í æfingarbúðir í sumar? (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum

Ný heimasíða Dojang Dreka (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég vildi vera sá fyrsti hérna til að óska Dojang Dreka til hamingju með frábæra heimasíðu. Vel gert! Þessi frétt var fengin af www.taekwondo.is. ———— Ný heimasíða Dojang Dreka Nú er búið að opna nýja vefsíðu Dojang Dreka, þ.e. taekwondo-deilda Fjölnis, Keflavíkur og Aftureldingar. Slóðin á síðuna er http://fjolnir.tkdis.com. Vinsamlega breytið tenglum yfir á þessa síðu þar sem eldri heimasíða taekwondo-deildar Fjölnis verður fljótlega tekin niður. Allar ábendingar og myndefni sem á erindi á...

Rætt um að flytja íþróttasvæði Fjölnis (1 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í dag verður lögð fyrir Íþrótta- og tómstundaráð tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að kanna hug íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi um að selja byggingarrétt á lóðum sem nú eru ætlaðar fyrir æfingasvæði og nýta fjármuni til að byggja strax upp æfingaaðstöðu annars staðar. Á fundi borgarstjórnar í gær sagðist borgarstjóri viljug til að ræða hvort önnur svæði en Gylfaflöt væru hentugri sem íþróttasvæði Fjölnis. Sagði hún að til greina kæmi að gera lóðina að byggingarlóð en íþróttasvæði...

Nýr umræðuvefur fyrir Taekwondofélög Íslands (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sennilega mjög þæginlegt fyrir félöginn að fá svona prívat spjallherbergi fyrir sig. Þessi frétt er fengin frá www.taekwondo.is. —————————– Nýr umræðuvefur fyrir Taekwondofélög Íslands Taekwondo Ísland og Eidola býður núna Taekwondodeildunum upp á eigin umræðuvef. Þetta er gert til að fólk geti skipst á upplýsingum, skrifað greinar, auglýst, sett inn tilkynningar eða bara spjallað saman. Félögin fá hver sitt eigið umræðuherbergi, sem ætlað er til félagsmanna, umsjónarmanna og þjálfara...

4 gull á Norðurlandamótinu í Judo (4 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Frábær árangur hjá Judo fólkinnu okkar á Norðurlandamótinu sem fór fram um helginna. Til hamingju með árangurinn!!! Þessi grein er tekin af http://www.judoland.is/. ———————— Íslendingar áttu glæsilegan dag á Norðurlandamótinu í Judo sem fram fór laugadaginn 4 maí. Bæði í karla og kvennalandsliðinu stóðu okkar keppendur sig glæsilega og eru 4 gull verðlaun 2 silfur og 3 brons árangur dagsins. Keppendur sem þjálfarar eru mjög ánægð með daginn og eru sammála um að landsliðin í Judo séu í miklum...

Taekwondo í ÍSÍ (5 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Loksins, loksins!!! Þessi frétt er fengin frá www.taekwondo.is. Þetta er frábær árangur, og vil ég þakka öllum sem stóðu í að ná þessum frábæra árangri. ————————— Taekwondo í ÍSÍ Á þingi ÍSÍ í dag, 28. apríl 2002 kl. 12 að hádegi, var tillaga um stofnun Taekwondosambands Íslands, skammstafað TKÍ, samþykkt samhljóða. Þetta eru stór tíðindi fyrir iðkendur taekwondo á Íslandi. Með þessu er taekwondo fullgildur aðili innan Íþróttasambands Íslands, og langri baráttu fyrir aðgöngu er lokið. Aukinn...

Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur íhuga að h (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Áhugaverð frétt frá www.Taekwondo.is. Ég man eftir því að það var talað um að á norðurlandamótinu hafi ekki nema helmingur Danska landsliðsins mætt til leiks, en þá var vandamál með þennan þjálfara Dana. Þeir sem fóru á mótið geta kanski sagt meira um málið hérna? —————- Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur íhuga að hætta. Tveir sterkustu Taekwondomenn Danmerkur, Muhammed Dahmani og Shirwan Hasan, íhuga að hætta nú á næstu vikum. Báðir tveir hafa verið dæmdir 12 mánaða keppnisbann fyrir...

Ég er: (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum

Tókstu þátt á Íslandsmótinnu í Taekwondo? (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum

Nýju reglurnar reyndar á US Open. (3 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum
Ég rakst á áhugaverða frétt á Taekwondo Ísland heimasíðunni. En þar var talað um nýju reglurnar í Taekwondo. Hafið þið kynnt ykkur þessar reglur? Og hvar er hægt að lesa nánar um þær? Tekið frá www.taekwondo.is ————————– Nýju reglurnar reyndar á US Open. Keppendur lentu í vandræðum með nýju reglurnar á US Open sem haldið var 20. til 24. febrúar 2002 í Orlando, Flórida. US Open er fyrsta mótið sem notar nýju dómarareglurnar í tilraunaskyni. Nýju reglurnar verða notaðar í fyrsta lagi seinna á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok