Frétt frá Taekwondo.is heimasíðunni.
——–
Heimasíða Taekwondo Ísland uppfærð

Taekwondo Ísland heimasíðan hefur fengið nýtt útlit. Árið 1994 leit fyrsta útgáfa Taekwondo Ísland heimasíðunni dagsins ljós, og var hún fyrsta íþróttasíða fyrir einstaka íþrótt á Íslandi. Internetið eins og við þekkjum það í dag var nýtt af nálinni. Ekki er hægt að segja að þessi fyrsta síða hafi verið mjög umfangsmikil, en hún var aðallega sett upp svo að fólk gæti kynnst íþróttinni og innihélt upplýsingar um þau félög sem kenndu íþróttina á Íslandi.
Síðan þá hefur mikið gerst og tækninni farið fram. Nýja síðan byggir á gagnagrunni og notast er við verkfærið ECM frá Eidola.
Það helsta á nýju síðunni er að komin er umfangsmikil “Námsefnis”-síða. “Á döfinni” hefur verið beturumbætt, upplýsingar fyrir byrjendur eru aðgengilegri, innlendur fréttadálkur hefur fengið nýtt útlit ásamt mörgu fleiru.

Til gamans er hægt að sjá sögu heimasíðunnar á “Heimasíðan og saga hennar”.

Texti: Erlingur Jónsson

Tekið frá taekwondo.is