Hérna er smá sem ég veit ekki alveg hvar ég á að setja svo að ég set þetta hérna, þetta virðst vera sá staður sem ég get sagt þetta.

Hérna kemur það sem ég vil sagt hafa :

Þegar ég var 16 ára þá byrjaði ég sem og flestir mínir jafnaldrar að læra á bíl, ég var voðalega stolt af því að hafa byrjað að gera þetta því að ég er smá strákastelpa, mamma mín kom mér í samband við ökukennara enn hún sá nafnið hans einhverstaðar og ákvað að tala við hann svo að ég gæti byrjað að læra hjá honum sem og ég gerði.
Ég fór að læra og var ekkert smá fegin því en núna í dag þá vildi ég að ég hefði aldrei hitt þennan mann því að honum tókst að eyðileggja svo margt fyrir mér og í lífi mínu.
Hann virkaði voðalega fínn, þetta er eldri maður held að hann sé 72 ára á þessu ári og hann var 70 þegar hann var að kenna mér, hann kom vel fram við mig og var alltaf að tala við mig, hann virtist hafa áhuga á því sem ég var að gera í lífinu og öllu því.
Hann komst að því að ég elska hesta enda á ég 3 þannig sjálf og hann bauð mér með sér á hestbak, ég fór með honum 3x en seinasta skiptið er það sem ég ætla að segja ykkur frá.
Hann sótti mig heim til systur minnar um hádegi en ég bjó hjá henni á þessum tíma vegna skólans, ég fór óhikað með honum enda búin að fara með honum á hestbak áður en þá var hann bara voðalega fínn, við komum niður í hesthús og þar var hleypt hestunum út í gerði og á meðan hann var að moka út var ég að kemba merunum sem við ætluðum að fara að brúka.
Vegna þess að veðrið var svo leiðinlegt létum við það bíða í smá tíma að fara á hestbak og ég var bara að knúsa hestana á meðan en síðan þegar það sytti upp var farið á bak, hann var reyndar fljótur að fara heima að hesthúsi aftur því að hann var með meri í taum líka og hún lét eitthvað illa svo að ég hélt ein áfram.
Þegarég kom upp í hesthús aftur gekk ég frá reiðtygjum og kembdi merinni áður en ég fór upp á kaffistofu sem er fyrir ofan hesthúsið sjálft, við sátum þar við sínhvorn endann á löngu borði og vorum að spjalla saman um bara hitt og þetta.
Þegar ég gerði mér fararsnið og var staðin upp gekk hann að mér, tók utan um mig og þrýsti sér að mér, hann fór að nudda sig uppvið mig og reyna að kyssa mig, ég hafði náð að bíta saman tönnunum svo að það tókst ekki vel hjá honum en síðan sagði hann svolítið við mig sem er brennt í huga mér svo lengi sem ég lifi “Ég verð alltaf svona á vorin, graður eins og folarnir”, þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma, þegar hann fór að ýja að kynlífi þá affrysttist ég og ýtti honum frá mér og rauk í burtu, þegar ég kom niður stigann var þar maður að leita af ökukennaranum og ég benti honum á það hvar hann væri, ég sver það viö ykkur að ég hef aldrei á ævi minni hrækt eins mikið og þarna og langað til að æla, ég skipaði kauða að keyra mig heim enda var ég alveg brjál, þegar við komum heim þá var ég snögg upp í herbergi að fara úr fötunum og fara í langa sturtu ásamt tannburstanum mínum líka.

Ég fór í 2 ökutíma eftir þetta og ég var neydd til að vera ein með honum í bílnum í seinna skiptið en þá var bara keyrt að prófstaðnum, en hann bannaði mér að litla frænka mín væri með en ég var búin að biðja hana um það, hann sagði að hún myndi trufla hjá mér einbeitnina.

Ég náði prófinu og ég hef ekki séð þennan mann síðan en ég hef ekki náð taki á lífi mínu heldur, eftir þetta þá ætlaði ég að svipta mig lífi og þetta olli því að ég er með alvarleg traust vandamál og ég get ekki hugsað mér að leyfa fólki að snerta mig nema ég sé annaðhvort drukkin eða að ég treysti því, þetta olli einnig því að ég byrjaði ekki að sofa hjá fyrr en 10 dögum fyrir 18 ára afmæli mitt og já ég var undir áhrifum áfengis.
Ég hef núna kært hann en það var bara núna í enda september en þetta gerðist í maí 2002, ég er ekki búin að fá að vita neitt um þetta mál enn, en ég er einmitt að fara að hafa samband við lögfræðinginn minn í dag því að ég verð að geta heilli á mér tekið því að ég vil ekki að lífi mínu sé rústað og ég vil hafa stjórn á því.

Ef þið hafið líka lent í þessu sendið mér þá skilaboð, ég veit að það hljóta að vera fleiri sem hafa lent í þessu og ef við stöndum saman í þessu erum við nægilega sterk til að berjast, ég tók fyrsta skrefið algerlega ein, ég er að reyna að lifa að reyna að verða sú manneskja sem ég vil vera og veit að ég er innst inni.
Ég get líka sagt ykkur það að foreldrar mínir vita ekki af þessu og ég veit ekki hvort að ég geti talað við þau um þetta nokkurntíman en það verður að koma í ljós eins og allt annað.

Ég vona að þið vitið hvað þið viljið gera með líf ykkar, ekki láta neinn eyðileggja það með því að brjóta ykkur.

Kv. Taran - the little darkling me