Ok ég á eina tík sem er algjört æði og gæti maður ekki hugsað sér þægilegri hund en hana þótt hún sé border collie:)

Síðan fyir svona ári síðan fær kærasti minn sér lítinn chihuahua þá karlhund. Hann fékk hann rétt fyrir jólin í fyrra og ætlaði að koma fjölskyldunni sinni á óvart á aðfangadag þannig að við vorum með hann í svona mánuð heima hjá mér. Það var allt í lagi hundarnir orðnir mjög góðir vinir. Og léku sér saman eins og stærða munurinn skipti engu máli.:)

Eftir að hann var farinn kom hann oft með og var það mjög gaman.
En núna getur hann ekki komið lengur, eftir að hann var kynþroska merkir hann sig út um allt hús, þá sófasettin,gardínur,poka á gólfum ,föt bara allt sem er á vegi hans. Mamma alveg búin að fá nóg. Kærast minn er mjög strangur við hann og skammar hann vel en það er eins og hann ræður ekki við þetta.

Og síðan heima hjá honum, ef ég kem með poka og sett hann á gólfið eða rúmið er strax búið að pissa á hann. Og ef hann kemur í bíllinn og tíkin mín er búinn að vera þar pissar hann þar líka.

þannig að við erum alveg að gefast upp ekki samt að við ætlum að láta annan hvorn hundinn það kemur ekki til greina.

Eruð þið með einhver góð ráð handa okkur, ef það er að láta gelda hann munum við örugglega gera það en við viljum reyna allt áður en við gerum það.

Plízzz hjálp nenni ekki lengur að þrífa piss undan 1 árs hundi!!!!!