Nú í síðustu viku ákvað Kennslusvið Háskólans að stúdenntar skyldu skrá síg í námskeið fyrir næsta haust 22-26.mars og að auki þurfa stúdenntar að borga innritunargjöld (skólagjöld) á þeim tíma einnig. Ekki neinn frestur verður gefinn til að greiða þessi gjöld eða skrá sig í námskeið.

Ég er alveg persónulega brjálaður útaf þessu, ég get ekki ýmindað mér marga stúdennta sem geta borgað þessi gjöld án þess að steypa sér í skuldir og vitleysu. Ég persónulega á ekki þennann 32.500 kall og veit um marga félaga mína sem hafa þennan pening ekki á milli handanna í lok mars.

Er þetta það sem sjálfstæðisflokkurinn vill börn ríka fólksins fái einkaaðgang að Háskóla Íslands og við hin meigum bara fara til andskotans? Ég mundi frekar, af tvennu illu, vilja hækka þá einkunn sem maður þarf til þess að ná frekar en svona aumingjaskapur.

Þetta lýsir bara stjórnunarhætti Sjálfstæðismanna, ríka fólkið fyrst síðan kannski litla fólkið sem hefur lítið milli handanna. Eins og skap mitt er í dag langar mig helst að fara að grýta eggjum í menntamálaráðherra og fjármálaráðherra en það ætla ég samt ekki að gera. Ætla ekki að falla niðrá þetta ömurlega plan og þeir eru á.

Ég ætla að vona að það verði mótmælt almennilega og ekki á þennann íslenska hátt, allir að blóta heima hjá sér og láta labba yfir sig á skítugum skónnum. Heldur hópast saman og krefjast réttlætis í þessu máli.