Auðvitað er munur á 12 ára barni og fullorðnum manni en það þarf samt ekki að þýða að börn geti ekki vitað hvað þau eru að gera. Við höfum ákveðið á Íslandi að börn séu ekki sakhæf fyrr en 15 ára sem þýðir að ef einhver sem er 14 skipuleggur og fremur morð, nauðgun eða hvað sem er, þá eru engar afleiðingar. Í mörgum öðrum löndum er þessi aldur mun lægri. T.d. í Bretlandi er hann 10 ára, þ.e. já, Bretar álíta 10 ára börn fær um að taka ákvarðanir og taka ábyrgð gjörða sinna. Í Bandaríkjunum...