Nú á undanförnu á deilgunni hafa komið tvær greinar um það hvað “asnalegt sé að banna reykingar á skemmtistöðum o.þ.h.”. Ég er með því að banna reykingar á opinberum stöðum- helst alfarið. Þessir greinahöfundar hafa komið með asnaleg komment um það að það eigi ekkert að banna reykingar á opinberum stöðum með því að líkja því við offitu eða eitthvað álíka, sem er fáránlegt. Sumir virðast ekki vera að fatta það að reykingar skaða ekki bara mann sjálfan. Reykingar skaða alla sem eru í kringum mann. Óbeinar reykingar eru næstum því alveg jafn óhollar og hefðbundnar reykingar. Sé verið að reykja í kringum ungabörn eða ef móðir reykir á meðgöngu eru miklar líkur á því að barnið verði með einhverja sjúkdóma s.s. öndunarerfileika.

Af hverju geta þessi reykingamenn ekki farið út að reykja? Það fer meiri vinna í það að hreinsa staði og hús eftir reykingarstybbuna en fyrir þau að fara út.

Er ekki brot á mannréttindum að við sem förum í sakleysi okkar á kaffihús þurfum að drepa okkur í viðbjóði frá reykingum? Er það ekki of mikið?
En hvað með rétt reykingamanna? Hafa þeir engin mannréttindi? Jú, vissulega. Þeir eiga bara ekki að hafa rétt til þess að reykja ofan í okkur hin. Við viljum ekkert endilega að reykja þó að hann/hún vill það og við eigum ekki að þurfa að þola það að fá einhvern reyk ofan í okkur sem við viljum ekki fá.

Tóbak er fíkniefni. Af hverju eru fíkniefni hættuleg? Jú því að maður verður háður þeim og þarf stöðugt meira. Þetta er fíkn, ekki sjúkdómur. Þetta er ekkert Alcoholic Anynomus (hvernig sem það er skrifað) eða AA samtökin. við erum að tala um fíkn. Vel á minnst þá er alkóhólismi viðurkenndur sjúkdómur svo að það er varla hægt að bera það saman við það, eða hvað?
Af hverju er tóbak ekki bannað? Það ógnar heilsu reykingamanna og þá sem umgangast þá. Þetta er fíkniefni. Kanabis er bannað samt segir fólk að það sé ekkert að það sé hættulegt. Af hverju ekki tóbak.

Og eitt enn, Skila forvarnir einhverju í grunnskóla? Ég veit um allt of mikið af fólki í menntaskóla og ofar (ég er í grunnskóla) sem hefur tekið upp á því að fara að reykja. Er þetta ekki bara sóun á pening? Eitt er ég viss um að eins og flestir í mínum bekk eru á móti reykingum. Aðallega út af stybbunni reyndar.

Niður með reykingar-
Fantasia