Það er alveg ótrúlegt að á Íslandi skulu ólypískir hnefaleikar ekki vera löglegir. Þessi gömlu og úreltu lög eru reyndar svolítið óskýr, mig minnir að þau segi að enginn megi *keppa í hnefaleikum* og enginn megi *eiga búnað sem er notaður til hnefaleika*. Ég er ekki alveg viss á þessu en í grófum dráttum þá er BANN við stundun hnefaleika á Íslandi, bæði ólypískum og atvinnumanna-hnefaleikum.

Af hverju er þessi íþrótt bönnuð? – Jú, það var víst einhver blindfullur boxari sem kýldi einhvern niðr’í bæ í gamla daga. Síðan eru ólypískir hnefaleikar MJÖG hættuleg íþrótt. Og síðast en alls ekki síst þá snúast ólypískir hnefaleikar um að lemja, meiða og helst slasa andstæðinginn, það segir allavegna sá samkynhneigði í Vinstri-Grænum (Hvað heitir maðurinn?)

Þessi rök eru argasta vitleysa!!

Fyrst og fremst, ólypískir hnefaleikar eru íþrótt sem er keppt í á Ólypíuleikum, þetta er íþrótt sem er leyfð út um allan heim.
Andstæðingar lögleiðingar hnefaleika segja íþróttina vera mjög hættulega. Þetta er algjörlega rangt, ólypískir hnefaleikar eru allt annað en atvinnumanna boxið sem maður sér á Sýn. Í ólypískum hnefaleikum eru mjög strangar og stífar reglur, allir þurfa að vera vel varðir. Ólypískir hnefaleikar eru með mjög lága meiðslatíðni, kannanir hafa sýnt að íþróttir eins og babminton (er ég að skrifa þetta rétt?) eru með hærri meiðslatíðni. Það er meira að segja hættusamara að vera klappstýra heldur en að stunda ólypíska hnefaleika.
Þá segja sumir misfróðir menn að ólypískir hnefaleikar snúist um að meiða og slasa andstæðinginn. Svona rök eru gripin algjörlega úr lausi lofti, hefur þetta fólk séð menn stunda ólypíska hnefaleika? Tilgangurinn er að hitta á ákveðna punkta, sem eru vel varðir, og fyrir það fær maður stig, sá sem er með fleiri stig vinnur. Dómarinn er mjög strangur, ef annar keppandinn er hættur að standa almennilega í hinum, þá er bara stoppað. Það er varla til að menn séu slegnir niður í gólfið, hvað þá að þeir slasist.

Á meðan hnefaleikar eru bannaðir þá eru bardagaíþróttir eins og;
KickBox – Alveg eins og hnefleikar nema það má sparka líka
Karate
Tæ Kvon Dó
leyfðar, ég er alls ekki að stinga upp á að banna þessar íþróttir, mér finnst það vera réttur hvers manns að fá að stunda þá íþrótt sem hann vill stunda, þó svo að sú íþrótt geti verið lífshættuleg.

Ólypískir hnefaleikar eru hættulítil, óofbeldishneigð og holl íþrótt og það er fáranlegt að frumvarpið um lögleiðingu hnefaleika hafi verið fellt á Alþingi í fyrra. Við skulum bara vona að okkar ágætu alþingismenn samþykki næsta frumvarp um lögleiðingu hnefaleika.