Já gott fólk þetta er án efa eitt stærsta vandamál sem er að ógna
samfélaginuí dag! Jú jú það eru eflaust margir sem ekki skilja hvað
ég er að tala tala um, þetta ætla að útskíra.
Það er þannig að ég vinn í íþrótta verslun í Reykjavík og þanngað
kemur mikið að fólki. Þar sé ég fólk koma og leita sér að skóm eða
öðru sem það er að leita eftir. Oftar enn ekki kemur fólk með
börnin sím að leita eftir skóm til dæmis. Þetta eru börn sem eru á
aldrinum 5 til 15 ára. allir foreldrar koma til mín og spyrja hvort
ég eigi skó á börninn sem ekki þarf að reima því að börninn er svo
löt að þau nenna ekki að reima! Þetta er allveg maka laust atriði
að barn sem er 7-8 ára nennir ekki að reima og orgar og vælir yfir
því. Foreldrið er það latt og ekki með dug í sér til að skikka
barnið til að hlýða því sem segt er við það, því jú við
foreldrarnir vitum hvað er barninu fyrir bestu ekki satt.
Það er allsannað að börn sem ekki kunna að hlýða eru ekki jafn vel
í stakk búin til að takast á við tiveruna þegar mamma er ekki
lengur að tala við það. Ég veit um dæmi þess að ungir menn hafa
verið rknir úr vinnu einfaldlega útaf því að þeir hafa ekki kunnað
að haga sér eða ekki geta tekið skipunum frá yfirmönnum. Þetta
leiðir af sér að þessir einstaklingar sem byrja að komast upp með
kjaft og frekju verða þar af leiðandi ekki eins góðir félagslegir
þegnar í þjóðfélaginu. Það sem þér þykir verst að sjá er þegar
ungir krakkar ca 12 til 15 ára eru að rífa stolpa kjaft við
foreldrana sína. Ég veit ekki með ykur en ef ég reif kjaft við
forelda mína þá var maður tekin og rassskeltur og ég er ekki það
gamall að það teljist til fornaldar refsingar. Þessir einstarlingar
eru óagaðir og verða ekki góðir félagslegir þegnar nema með mikilli
breytingu á persónu.
Ég tel að það fólk sem er að eignast börn í dag og líka það fólk
sem á börn verði verulega að hugsa sinn gang að ekki láta börninn
stjórna sér. Þetta er hlutur sem nær meira útfyrir heimillið en
fólk gerir sér grein fyrir.
Komið með ykkar innlegg í þessa umræðu