Ég var að heyra í fréttum að STEF eigi að fá greiddar 35kr fyrir hvern seldan Write-CD. Semsagt 350 kr hækkun +vsk fyrir hvern 10 diska kassa. Þetta er engin smáhækkun, þar sem ég hef rekist á diska á 69 kr, þeir hækka í 104 kr plús vsk. Há %.

Einnig er talað um 35% hækkun á geisladiska skrifurum, og jafnvel vilja STEF men nálgast tölvurnar þar sem hægt er að geyma tónlist á tölvum. Er ekki í lagi heima hjá þeim, hvað með videóspólur, kassetur og pappír. Það gætti einhverjum dottið í hug að skrifa niður tónlistar texta á pappír.

Ég er svolítið reiður núna, það er verið að hindra mig í því að skrifa diska sem ég hef keypt, tölvu eða tónlistar disk. Það eru lög sem leyfa okkur að taka afrit af öll efni sem við kaupum til eigin nota. Hvort heldur tölvugögn, tónlist eða kvikmyndir.

Þetta með að hægt sé að geyma tónlist á tölvu leyfi þeim að fá hluta af sölu hagnaði tölvuverslunar er svo mikil frekja að mér ofbýður. Ég skil STEF gjöld af fluttning í útvarpi og á almenings stöðum, en þetta er of langt gengið. Hvað næst, ef það eru fleiri en 10 sem geta heyrt mig spila tónlist á þá að rukka? Hvernig er það eru flestir tónlistarmenn á Íslandi ekki að ræna erlenda félaga sína er þeir eru að spila á böllum. Queen, Led Zeppilin, CCR, ZZ-Top, Brittney, Blur og alla aðra sem þeir spila og fá borgað fyrir á sveitaböllum og Pöbum?

Rökkin hjá STEF hljóta að vera slöpp, Skífan segir að ekkert hafi dregist úr sölu á tónlist síðustu árin. Hvað er að? Eru þeir að hefna sín á Napster í gegnum íslenska neytendur? Sjá þeir ekki að við neytendurnir munnum snúa við þá baki!

Ég ætla að hætta að versla tónlist hér á Íslandi, öll sú tónlist sem snýr að STEF munn ég forðast og ég ætla að hætta að styrkja Sinfóníu Íslands. Mín fjölskylda hefur styrkt hana um 2000 kr af VISA á mánuði, hér eftir hringjum við í VISA og segjum þeim að hætta greiðslum af kortinu.

Tölvu fólk: Vér Mótmælum Öll!!!

“Here I draw the LINE!”
Kettir eru fremur viðkvæm dýr sem geta þjáðst af ýmsum kvillum. Ég hef þó aldrei vitað til þess að köttur ætti erfitt með svefn. Joseph Wood Krutch