Jæja nú er verið að vinna í því að gera okkur
hundaeigendum lífið aðeins léttara í sambandi
við hundaleyfin. Það var í Fréttablaðinu í dag
grein þar sem er tillaga um breytingarnar

Ef þetta gengur í gegn þá þurfa hundaeigendur
sem búa í rað og parhúsum ekki að fá samþykki
eigenda í aðliggjandi íbúðum.
Sama á við um eigendur í fjölbýlishúsum sem
hafa sérinngang.

Til gamans má geta að rúmlega 1300 hundar eru
á skrá í borginni. Og nýjar umsóknir um leyfi
eru ca. 200 á ári hverju.

Ég bý í blokk og ég þurfti að ganga á 14 já,
FJÓRTÁN íbúðir til þess að fá leyfið sem ég
fékk! Tók mig eitt kvöld. Enda er Bangsinn minn
ofsalega rólegur hundur í sambandi við gelt og
svoleiðis. Fimm eða sex íbúðareigendur höfðu
ekki hugmynd um að ég væri með hund þó svo ég
væri búin að vera með hann í fimm mánuði.

MUNUM AÐ TAKA UPP SKÍTINN OG BROSA !

P.s. Hver sá um að búa til hundasvæðið í
öskjuhlíðinni? Ég hefði gaman af að vita hvort það
yrði eitthvað lagfært næsta vor þar sem það er orðið
frekar sjabbí og gersamlega sjenslaust að fara með
hundinn sinn þangað þegar rignir því það minnir helst
á þingvallavatn eftir sæmilega rigninarbunu !