Mig langar að vita hvað fólkt getur sagt mér um tollamál okkar ágæta lands. Það sem kveikti áhugann var að nú nýverið fór ég með félaga mínum, sem er akstursíþróttamaður, inn í verslun sem flytur inn og selur ýmiskonar varning varðandi mótorsport, þar með talið öryggismúnað. Við vorum að skoða eldvarnargalla, jú viti menn við fundum þennan líka fína galla, 3ja laga galli af öruggustu gerð og það sem meira er gallinn svona smellpassaði, þá er það aðalmálið, hvað kostaði svo blessaður gallinn. 93.000 krónur takk fyrir.
Við gátum ekki með nokkru mótið skylið þessa verðlagningu þar sem slíkir gallar kosta ekki nema um 20 - 25 þús. erlendis.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið, bæði hjá starfsmanni þessarar verlsunar, sem annara sem eru með samskonar vörur, eru um að kenna að öryggisbúnaður af þessu tafi flokkist í einhvern “lúxustoll”.
Sjálfur hef ég ekki haft samband við skrifstofu tollstjóra til að fá þetta staðfest eða hver tollprósentan svo kannski er þetta ekki alveg rétt, endilega leiðrétið mig.
Ef þetta stens finnst fólki þá ekki undarlegt að hið opinbera hreinlega refsi fólki fyrir það að vilja hafa öryggisbúnaðinn í 100% lagi.

Mig langar að taka fram að við fórum út úr versluninni og keyptum drasl galla sem rétt uppfylli lágmarks kröfur þar sem við höfðum bara ekki efni á alvöru galla. Það er að mínu mati mjög alvarlegt mál ef fólk apar þetta eftir okkur, þ.e. spara nokkra þúsundkalla á kostnað öryggis.

Mér þætti vænt um að heyra frá einhverjum sem þekkir tollamál.

kv.
Sario