Það er rasismi að velja fólk inn eftir þjóðerni. Í stjórnarskránni okkar höfum við að: “Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.” Þetta þýðir að ef við ákveðum að fólk af ákveðnu þjóðerni, t.d. Tælendingar, eða fólk af ákveðnum kynþætti, t.d. frá Asíu, megi ekki flytja til Íslands þá erum við að brjóta okkar eigin stjórnarskrá og ekki bara það...